Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Aðsent

Læknadóp, Evran og tíkin Sara
Laugardagur 26. nóvember 2005 kl. 19:50

Læknadóp, Evran og tíkin Sara

Í Kompási annað kvöld, sunnudag 27. nóvember verður fjallað um læknadóp og sýnt fram á hve auðvelt er að nálgast pillurnar sem ganga kaupum og sölum á götunni. Landlæknisembættið hefur skorið upp herör gegn læknadópinu á götunni með því að fylgjast með lyfseðilsútgáfu lækna. Kompás skoðar málið frá öllum hliðum og kemur fram með upplýsingar sem eiga eftir að vekja athygli.

Þá er einnig ítarleg fréttaskýring um Evruna og hvað það þýði fyrir Íslendinga að skipta krónunni út fyrir þennan evrópska gjaldmiðil.

Kompás fylgir tíkinni Söru í keisaraskurð á dýraspítalann í Víðidal, en á síðustu misserum hefur mikil aukning verið í keisaraskurðum á smáhundum á dýraspítölum um allt land. Falleg en jafnfram átakanleg saga um lítinn hund, en Kompási er ekkert óviðkomandi.

Ritstjóri Kompáss er Jóhannes Kr. Kristjánsson.
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024