Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Aðsent

Þriðjudagur 19. nóvember 2002 kl. 11:24

Læknadeilan að leysast?

Er ég kom heim á fimmtudagskvöldið s.l. blasti við mér áskorun í VF frá “Karlinum á kassanum” um að boða þegar í stað til borgarafundar vegna læknadeilunnar. Skemmtileg áskorun og ögrandi. Ákvað ég strax að taka henni: Hringdi í heilbrigðisráðherra, bæjarstjóra og fulltrúa lækna ásamt því að útvega húsnæði. Allt gekk þetta upp í snarhasti og fór fundurinn fram þremur dögum síðar eða á sunnudagskvöldið á Ránni. Ástæða er til að þakka frummælendum fyrir að bregðast svo vel við þó fyrirvari væri skammur.Málefnalegur fundur.
Fundurinn var frábær. Markmið hans var að heyra af hreinskilni frá deiluaðilum hvað væri hið eiginlega deiluefni svi við, íbúar svæðisins, gætum áttað okkur betur á málatilbúnaði. Í opinskáum og hreinskiptum svörum lækna og ráðherra skýrðist myndin all vel fyrir fundargestum. Bæjarstjóri dró vel saman sjónarhorn heimamanna og þá ekki síður Konráð læknir að ógleymdum athyglisverðum punktum sóknarprestsins, síra Ólafs Odds. Fúslega viðurkenni ég að hafa óttast ögn að fundur um svo viðkvæmt mál gæti sprungið í loft upp. En mér finnst ástæða til að þakka sérstaklega öllum fyrirspyrjendum fyrir málefnalegar spurningar og athugasemdir. Fundurinn var m.ö.o. á málefnalegum nótum og átti það sinn stærsta þátt í að skila árangri. En hver var sá árangur?

Viðræður fóru í gang!
Rétt eins og fundarmenn fengu upplýisngar beint frá deiluaðilum þá hygg ég að deilendur hafa einnig skynjað einurð og vilja Suðurnesjabúa til að deilan yrði leyst hið bráðasta. Ekkeert er áhrifaríkara en málefnaleg afstaða og djúp samkennd. Deiluaðilar skynjuðu þetta á fundinum og lýstu vilja til að opna fyrir alvöru viðræður.
Og hvað gerðist svo? Ráðherra og formaður FH hittust strax á fundinum til að ákvarða viðræður sínar. Þær hófust svo í bítið næsta dag og verður ekki annað séð en skriður sé kominn á málið. Að því leyti skilaði fundurinn tilætluðum árangri. Friðarljósin hafa vonandi komið að gagni. Ég vil því þakka hinum dularfulla “Karli á kassanum” fyrir áskorunina. Hún gat ekki komið á betri tíma. Læknadeilan heyrir vonandi fljótlega sögunni til.

Hjálmar Árnason,
alþingismaður.

P.s. Ég harma þann misskilning sem virðist hafa orðið á milli mín og baráttukonunnar Helgu Vilhjálmsdóttur. Jafnframt óska ég henni alls velfarnaðar í því sem hún tekur sér fyrir hendur.
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024