Lægstu skuldir á íbúa í Gerðahreppi
Á fundi hreppsnefndar Gerðahrepps 1.október var lagður fram samanburður á tölum úr ársreikningum sveitarfélaga á Suðurnesjum árið 2002. Hreppsnefnd bókaði eftirfarandi:
„Að gefnu tilefni bendir Hreppsnefnd Gerðahrepps á að samanburðartölur úr ársreikningum sveitarfélaga á Suðurnesjum sýna að skuldir á íbúa eru lægstar í Gerðahreppi. Samanburðurinn sýnir einnig að gjöld á íbúa eru lægst í Gerðahreppi og að veltufjárhlutfall er best í Gerðahreppi.“