Kynningarfundur á revíu
Leikfélag Keflavíkur er um þessar mundir að undirbúa nýja revíu sem frumsýnd verður í vor. Leikstjóri revíunnar er Eyvindur Karlsson en nokkrir leikfélagar sjá um skrif á verkinu.
Kynningarfundur fyrir revíuna verður haldin núna í kvöld, 3. janúar, kl.18:00 í Frumleikhúsinu. Allir áhugasamir eru hvattir til að mæta en revíur félagsins hafa verið mjög vinsælar í gegnum tíðina. Það er alveg sama þó þú viljir syngja, leika, dansa, smíða, farða eða sjá um tæknimál. Það er um að gera að taka þátt í glænýrri revíu með því að mæta á kynningarfund.
Eftirfarandi mynd er tekin á frumsýningu síðustu revíu félagsins, Allir á trúnó 2019.