Kvikmyndaáhugi Frikka
Fyrsta kvikmyndin sem ég sá þegar ég var svona 8 ára gamall var Back to the Future sem kom fyrst út árið 1985 með Michael J. Fox og Christopher Lloyd í aðalhlutverkum og er leikstýrt af tæknibrellusnillingnum Robert Zemeckis sem gerði myndir á borð við The Polar Express með Tom Hanks í aðhlutverki, Christmas Carol með Jim Carey í aðalhlutverkum, Castaway, Beowulf með Ray Winstone og Angelina Jolie í aðalhlutverkum og nýjasta mynd hans sem kom út í fyrra sem heitir Flight með Denzel Washington í aðalhlutverki. Framhaldið af Back to the Future annar kaflinn kom út árið 1989 og svo kom þriðji kaflinn út árið 1991.
Fyrsta myndin fjallar um ungan strák sem heitir Marty McFly sem með hjálp frá vísindamanni sem heitir Dr. Emmett „Doc“ Brown ferðast aftur í tímann um 30 ár með tímavél sem Doc fann upp á og er Delorean bíll. Þegar hann birtist í smábænum sínum sem heitir Hill Valley hittir hann pabba sinn og móður þegar þau voru ung og þekktust varla, en með því að birtast í fortíðinni breytist tímalínan þar með því móti að foreldrar Marty hittast aldrei og hann verður ekki til, en til þess að bjarga tímalínunni verður hann að koma mömmu hans og pabba saman. Svo verður hann að koma sér aftur til ársins 1985 en til þess þarf Marty að ná rafmagni með því að innrætta eldingu sem kemur tímavélinni í gang, svo verður hann að koma bílnum á réttan stað og stund á laugardegi kl. 22:10 hliðina á ráðhúsinu sem er í hjarta bæjarins.
Ég hef alltaf haft áhuga á tímaflakki, gríni og vísindaskáldskap. Ég fylgist vel með hvaða myndir koma út í hverri viku og hvaða mynd fær góða eða slæma dóma, aðallega í gegnum síður eins og IMDb.com, Kvikmyndir.is eða RottenTomatoes.com. Horfi mikið á kvikmyndir og sjónvarpsþætti í hverri viku. Vil bara segja að lokum að ég hef mikinn áhuga á leiklist og gera margt tengt kvikmyndum.