Kvennakvöld í kvöld
Stelpurnar á S-listanum - Guðný Birna, Dagný Alda, Sigurrós, Jóhanna Björk, Heba Maren, Elínborg, Elfa Hrund, Margrét, Vilborg og Erna Þordís - bjóða í létt spjall, veitingar, gleði, grín og létta tónlist í kosningamiðstöðinni föstudagskvöldið 23. maí. Þingkonurnar Sigríður Ingibjörg Ingadóttir og Oddný Harðardóttir eru sérstakir gestir auk þess sem leynigestur lítur við. Húsið opnar kl. 20.00. Allar velkomnar!
Í kosningamiðstöð S-listans að Hafnargötu 25 ræður Dagný Alda - kosningastjórinn á Caddanum - ríkjum en H25 er opin 13-22 á virkum dögum og 10.30-17.00 um helgar. Síminn er 546-0045, GSM númer Dagnýjar er 662-0463 og netfangið hennar [email protected]. Hafðu samband eða kíktu við ef þú þarft aðstoð, t.d. vegna utankjörfundarkosningar, ef þig langar í spjall eða vilt leggja hönd á plóg.
Á uppslýsingasíðu okkar – xsreykjanesbaer.is – má svo finna allar grunnupplýsingar; framboðslistann, stefnuna og myndbönd frambjóðenda.
S-listi Samfylkingarinnar og óháðra