Kvennahreyfing Samfylkingar á Suðurnesjum: Stofnfundur í kvöld
Stofnfundur kvennahreyfingar Samfylkingarinnar á Suðurnesjum verður haldinn í kvöld, föstudaginn 23. mars n.k. kl.20, í Aðalveri (fyrir ofan Aðalstöðina) Hafnargötu 86 í Reykjanesbæ.
Þar mun Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, formaður flokksins, m.a. flytja ávarp, sem og Björgvin G. Sigurðsson, þingmaður Suðurkjördæmis. Leikkonan Ilmur Kristjánsdóttir mun skemmta, en fundarstjóri er Róbert Marshall.
Í boði verða léttar veitingar og lifandi tónlist, en aðstandendur vonast til að sjá sem flestar Suðurnesjakonur.