Karlakór Kef kertatónleikar
Karlakór Kef kertatónleikar

Aðsent

Kvennaboð í Víkingaheimum
Sunnudagur 1. mars 2009 kl. 11:25

Kvennaboð í Víkingaheimum

Landssamband sjálfstæðiskvenna og sjálfstæðiskvennafélagið Sókn í Reykjanesbæ boða til kvennaboðs sem haldið verður í Víkingaheimum fimmtudaginn 5. mars kl. 18.00-20.00.
Drífa Hjartardóttir formaður LS býður konur velkomnar og veislustjóri verður Margrét Sanders formaður fulltrúaráðs sjálfstæðisfélaganna í Reykjanesbæ.

Védís Hervör Árnadóttir syngur fyrir gesti og kvenframbjóðendur í komandi prófkjöri sjálfstæðismanna munu kynna sig.

Boðið verður upp á léttar veitingar og nokkrir valinkunnir sjálfstæðismenn munu sinna þjónsstörfum.

Smágjafir frá Bláa Lóninu og Kanebo.

Það verður mikið gaman og mikið fjör – fundarboðendur hvetja allar sjálfstæðiskonur til að mæta og taka með sér vinkonur.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024