Kvenfélög þakka stuðning við jólasöfnun
				
				
Stjórnir kvenfélaganna í Keflavík, Njarðvík, Garði, Sandgerði og Vogum vilja þakka öllum þeim sem veittu stuðning jólasöfnuninni sem félögin stóðu fyrir í desember s.l.
Keyptur var vel útlátinn jólamatur sem yfir 40 fjölskyldur nutu góðs af. Þetta var í fyrsta sinn sem jólasöfnun var framkvæmd með þessum hætti á Suðurnesjum og eru stjórnir félaganna sannfærðar um að þörf sé fyrir slíka aðstoð á svæðinu.
Kvenfélagskonur eru þeirrar skoðunar að stofna þurfi grasrótarsamtök á Suðurnesjum svipuð Mæðrastyrksnefnd í Reykjavík.
Starfsvettvangur kvenfélaganna er mikill og þessi viðbót þeim í raun ofviða.
Kvenfélagskonur á Suðurnesjum vilja því hvetja til þess að stofnuð verði sérstök líknarsamtök á Suðurnesjum sem sinni þessu málefni eingöngu.
Formenn og varaformenn kvenfélaganna eru reiðubúnir að aðstoða við stofnun slíkra samtaka sé þess óskað. Meðfylgjandi mynd er tekin af kvenfélagskonum eftir góðan dag í Svarta pakkhúsinu, en þar fór vinnan við söfnunina fram.
					
						
					
					
						
					
				
				
				 								
			Keyptur var vel útlátinn jólamatur sem yfir 40 fjölskyldur nutu góðs af. Þetta var í fyrsta sinn sem jólasöfnun var framkvæmd með þessum hætti á Suðurnesjum og eru stjórnir félaganna sannfærðar um að þörf sé fyrir slíka aðstoð á svæðinu.
Kvenfélagskonur eru þeirrar skoðunar að stofna þurfi grasrótarsamtök á Suðurnesjum svipuð Mæðrastyrksnefnd í Reykjavík.
Starfsvettvangur kvenfélaganna er mikill og þessi viðbót þeim í raun ofviða.
Kvenfélagskonur á Suðurnesjum vilja því hvetja til þess að stofnuð verði sérstök líknarsamtök á Suðurnesjum sem sinni þessu málefni eingöngu.
Formenn og varaformenn kvenfélaganna eru reiðubúnir að aðstoða við stofnun slíkra samtaka sé þess óskað. Meðfylgjandi mynd er tekin af kvenfélagskonum eftir góðan dag í Svarta pakkhúsinu, en þar fór vinnan við söfnunina fram.



 
						 
						 
						 
						 
						 
						


 
				 
				 
				 
				 
				
 
				 
				 
				