Kvartaði undan hundaskít
Lesandi Víkurfrétta hafði samband og vildi koma á framfæri óánægju sinni í garð þeirra er sjá sér ekki fært um að þrífa upp þarfir hunda sinna á víðavangi. Fannst lesandanum allt of mikið um það að hundaeigendur færu á gang með hunda sína án þess að vera með poka með sér til þess að þrífa upp hundaskítinn.Lesandinn tók fram að í flestum tilfellum yrði hún var við börn með hunda og þau væru sjaldan eða aldrei með poka meðferðis fyrir hvutta og því væri farið að bera meira á hundaskít í bæjarfélaginu. Vildi lesandinn skora á hundaeigendur að taka poka með sér þegar viðra ætti hundana og endilega þrífa upp eftir besta vin mannsins.
Það skal tekið fram að myndin tengist fréttinni ekki






