Krossinn - Stapinn - Ólafur Sigurjónsson
Að halda í gamlar hefðir hefur verið í anda Ungmennafélags Njarðvíkur sem hefur í þau 64 ár sem það hefur starfað staðið fyrir þjóðlegum samkomum til orðs og æðis undir kjörorðinu Íslandi allt.
Kvenfélag Njarðvíkur og UMFN stóðu lengi saman að þorrablótum með miklum ágætum. Þessi tvö félög hófu reyndar samstarf sitt með sameiginlegum kaupum á skemmtihúsi ameríska Rauðakrossins árið 1946 og var kaupverðið 30 þúsund krónur. Þetta hús varð félagsheimilið Krossinn sem átti eftir að verða eitt allra vinsælasta samkomuhús Íslandssögunnar. Um þetta hús urðu nokkur átök þegar Bandaríkjamenn komu aftur á Suðurnesin með sitt varnarlið árið 1951. Átökin birtust m.a. í því að Kvenfélagskonur og Ungmennafélagið samþykktu á sameiginlegum fundi 25. maí 1951 eftirfarandi ,, ... engir menn með hernaðareinkennum fá að dvelja i húsakynnum félaganna á skemmtunum þess eða öðrum samkomum í húsinu“. Þetta voru fyrstu formlegu mótmælin frá Suðurnesjamönnum við komu bandarísks herliðs til Íslands. Barátta forustumanna UMFN gegn hernum var þó rétt að byrja og bera margar ályktanir í fundargerðarbók UMFN gegn hernum
Íþróttastarfsemi UMFN var strax mikil og vaxandi og var árið 1948 farið að tala um knattspyrnuvöll í Njarðvík og vígði félagið sinn fyrsta íþróttavöll árið 1957 sem jafnframt var einn fyrsti grasvöllur landsins. Íþróttanámskeið og aðrir viðburðir voru einnig hluti starfseminnar auk leikfélags o.fl.
Rekstur Krossins átti eftir að skila félögunum miklum tekjum og söfnuðust upp það miklir peningar að sumir vildu byggja kirkju í Ytri-Njarðvík. Ekki kom þó til þess og eftir vígsluna á knattspyrnuvellinum var farið að huga að byggingu nýs félagsheimilis. Fyrstu teikningarnar af nýju félagsheimili voru lagðar fram á fundir 17. desember 1957 og leist mönnum þá strax vel á. Á þessum sama fundi var einnig lagt fram bréf frá 12 félögum í Keflavík þar sem óskað var eftir samstarfi um byggingu eins félagsheimilisins fyrir bæði byggðarlögin sem yrði staðsett við bæjarmörkin. Samþykkt var einróma að svara þessu bréfi neitandi eins og stendur í fundargerð þessa aðalfundar. Stapinn var því byggður af félögunum í Njarðvík fyrir peninga Njarðvíkinga. Stapinn var vígður 23. október 1965. Var vígsluhátíðin samfelld í eina viku með ýmiskonar skemmtunum og menningardagskrám. Ennfremur segir í fundargerðinni: ,,Almenn ánægja ríkir með þennan stóra áfanga í okkar litla byggðarlagi og þykir sem það hafi verulega stækkað.“
Það finnst sumum kannski óþarfi að rifja þetta upp en við stöndum á þeim tímamótum að síðasta þorrablót UMFN í Stapanum í núverandi mynd hefur nú verið haldið. Strax í næstu viku verður hafist handa við að byggja við húsið og verður engin starfsemi hér fyrr en eftir að framkvæmdum lýkur eftir um 2 ár.
Stjórn UMFN hefur ályktað til bæjarstjórnar Reykjanesbæjar um að hið nýja og stækkaða hús verið nefnt Stapinn. Við teljum það eðlilegt sem verðugan minnisvarða um þá stórhuga frumkvöðla sem hér stjórnuðu og stóðu að byggingu þessa stóra húss sem hefur verið glæsileg umgjörð um félagslíf Suðurnesjamanna í 38 ár.
Ég vil svo leggja til að á lóðinni fyrir utan hið nýja hús verði reist stytta af Ólafi Sigurjónssyni sem stjórnaði Krossinum og Stapanum áratugum saman og var potturinn og pannan í að þessi samkomuhús urðu þeir hornsteinar félags- og menningarlífs Suðurnesjamanna sem landsmenn allir þekkja.
Kristján Pálsson form. UMFN
Kvenfélag Njarðvíkur og UMFN stóðu lengi saman að þorrablótum með miklum ágætum. Þessi tvö félög hófu reyndar samstarf sitt með sameiginlegum kaupum á skemmtihúsi ameríska Rauðakrossins árið 1946 og var kaupverðið 30 þúsund krónur. Þetta hús varð félagsheimilið Krossinn sem átti eftir að verða eitt allra vinsælasta samkomuhús Íslandssögunnar. Um þetta hús urðu nokkur átök þegar Bandaríkjamenn komu aftur á Suðurnesin með sitt varnarlið árið 1951. Átökin birtust m.a. í því að Kvenfélagskonur og Ungmennafélagið samþykktu á sameiginlegum fundi 25. maí 1951 eftirfarandi ,, ... engir menn með hernaðareinkennum fá að dvelja i húsakynnum félaganna á skemmtunum þess eða öðrum samkomum í húsinu“. Þetta voru fyrstu formlegu mótmælin frá Suðurnesjamönnum við komu bandarísks herliðs til Íslands. Barátta forustumanna UMFN gegn hernum var þó rétt að byrja og bera margar ályktanir í fundargerðarbók UMFN gegn hernum
Íþróttastarfsemi UMFN var strax mikil og vaxandi og var árið 1948 farið að tala um knattspyrnuvöll í Njarðvík og vígði félagið sinn fyrsta íþróttavöll árið 1957 sem jafnframt var einn fyrsti grasvöllur landsins. Íþróttanámskeið og aðrir viðburðir voru einnig hluti starfseminnar auk leikfélags o.fl.
Rekstur Krossins átti eftir að skila félögunum miklum tekjum og söfnuðust upp það miklir peningar að sumir vildu byggja kirkju í Ytri-Njarðvík. Ekki kom þó til þess og eftir vígsluna á knattspyrnuvellinum var farið að huga að byggingu nýs félagsheimilis. Fyrstu teikningarnar af nýju félagsheimili voru lagðar fram á fundir 17. desember 1957 og leist mönnum þá strax vel á. Á þessum sama fundi var einnig lagt fram bréf frá 12 félögum í Keflavík þar sem óskað var eftir samstarfi um byggingu eins félagsheimilisins fyrir bæði byggðarlögin sem yrði staðsett við bæjarmörkin. Samþykkt var einróma að svara þessu bréfi neitandi eins og stendur í fundargerð þessa aðalfundar. Stapinn var því byggður af félögunum í Njarðvík fyrir peninga Njarðvíkinga. Stapinn var vígður 23. október 1965. Var vígsluhátíðin samfelld í eina viku með ýmiskonar skemmtunum og menningardagskrám. Ennfremur segir í fundargerðinni: ,,Almenn ánægja ríkir með þennan stóra áfanga í okkar litla byggðarlagi og þykir sem það hafi verulega stækkað.“
Það finnst sumum kannski óþarfi að rifja þetta upp en við stöndum á þeim tímamótum að síðasta þorrablót UMFN í Stapanum í núverandi mynd hefur nú verið haldið. Strax í næstu viku verður hafist handa við að byggja við húsið og verður engin starfsemi hér fyrr en eftir að framkvæmdum lýkur eftir um 2 ár.
Stjórn UMFN hefur ályktað til bæjarstjórnar Reykjanesbæjar um að hið nýja og stækkaða hús verið nefnt Stapinn. Við teljum það eðlilegt sem verðugan minnisvarða um þá stórhuga frumkvöðla sem hér stjórnuðu og stóðu að byggingu þessa stóra húss sem hefur verið glæsileg umgjörð um félagslíf Suðurnesjamanna í 38 ár.
Ég vil svo leggja til að á lóðinni fyrir utan hið nýja hús verði reist stytta af Ólafi Sigurjónssyni sem stjórnaði Krossinum og Stapanum áratugum saman og var potturinn og pannan í að þessi samkomuhús urðu þeir hornsteinar félags- og menningarlífs Suðurnesjamanna sem landsmenn allir þekkja.
Kristján Pálsson form. UMFN