Kristján Pálsson vildi bara 1. sætið
Mögulegt sérframboð Kristjáns Pálssonar alþingismanns hefur talsvert verið í fréttum og hann haldið því á lofti að uppstillingarnefnd Sjálfstæðisflokksins í Suðurkjördæmi hafi beitt hann ofbeldi. Í allri sinni umræðu gleymir Kristján vísvitandi aðalatriði málsins sem að honum snýr og skilyrðum sem hann setti upp sjálfur.Í undirbúningsvinnu uppstillingarnefndarinnar var einn þátturinn að fela tveimur mönnum að tala við 4 sitjandi þingmenn en þeir höfðu allir lýst yfir vilja til að leiða listann. Þeir sem fengu þetta hlutverk voru Ellert Eiríksson og ég, Sigurður Jónsson. Þingmenn voru spurðir eftir hvaða sæti þeir sæktust og þeir svöruðu því á greinargóðan hátt og ennfremur því hvaða sæti þeir sættu sig við ef þeir fengju ekki það sem þeir vildu. Þessi svör þingmannanna voru flutt inn á fund uppstillingarnefndarinnar og tekið var eðlilegt tillit til þeirra.
Svar Kristjáns er að mínu mati aðalatriði þessa máls og ástæða þess að hann er ekki á listanum.Kristján svaraði því til að hann væri tilbúinn að leiða listann og að hann tæki ekki sæti neðar en í 2. sæti og þá því aðeins að Drífa væri í fyrsta sæti. Sagði hann það eðlilega niðurstöðu út frá stöðu þeirra sem þingmenn flokksins.
Þegar niðurstaða uppstillingarnefndarinnar var sú að Árni Ragnar væri í fyrsta sæti var ljóst að ekki var staða til að bjóða Kristjáni sæti á listanum miðað við svör hans. Hann málaði sig út í horn með yfirlýsingu sinni til uppstillingarnefndarinnar, auk þess sem hann hafði lýst þessu yfir í samtölum við aðra fulltrúa í nefndinni.
Fyrir alla aðila málsins tel ég nauðsynlegt að þetta meginatriði komi fram. Kristjáni Pálssyni óska ég alls góðs.
Sigurður Jónsson.
Selfossi.
Svar Kristjáns er að mínu mati aðalatriði þessa máls og ástæða þess að hann er ekki á listanum.
Þegar niðurstaða uppstillingarnefndarinnar var sú að Árni Ragnar væri í fyrsta sæti var ljóst að ekki var staða til að bjóða Kristjáni sæti á listanum miðað við svör hans. Hann málaði sig út í horn með yfirlýsingu sinni til uppstillingarnefndarinnar, auk þess sem hann hafði lýst þessu yfir í samtölum við aðra fulltrúa í nefndinni.
Fyrir alla aðila málsins tel ég nauðsynlegt að þetta meginatriði komi fram. Kristjáni Pálssyni óska ég alls góðs.
Sigurður Jónsson.
Selfossi.