Karlakór Kef kertatónleikar
Karlakór Kef kertatónleikar

Aðsent

Mánudagur 3. mars 2003 kl. 12:48

Kristján Pálsson: Finn fyrir miklum stuðningi

Kristján Pálsson hefur ákveðið að bjóða fram óháðan lista í Suðurkjördæmi í komandi alþingiskosningum. Jafnframt hefur Kristján sagt sig úr Sjálfstæðisflokknum og þingflokki hans og mun hann starfa sem óháður þingmaður það sem eftir er þinghalds. Á blaðamannafundi í morgun ber Kristján kjörnefnd Sjálfstæðisflokksins þungum sökum og segir að vinnubrögð kjörnefndar stangist á við jafnræðisreglur og lýðræðishugsjónir Sjálfstæðisflokksins. Kristján segir að ekki sé enn búið að ákveða hverjir muni sitja á listanum, en að uppstillingarnefnd muni skila tillögum fljótlega. Í samtali við Víkurfréttir sagði Kristján aðspurður að það hefði verið erfið ákvörðun að segja skilið við Sjálfstæðisflokkinn: „Það er alltaf erfitt að ganga úr flokknum sínum, en það er ekki gert út af engu. Eftir að ákvörðun er tekin verður allt léttara og við horfum björtum augum fram á veginn.“ Kristján segist finna fyrir ágætum stuðningi meðal íbúa Suðurkjördæmis: „Það er sem betur fer mikil réttlætiskennd í íslensku þjóðinni og ég finn fyrir stuðningi fólks sem finnst lýðræðið fótum troðið.“ Kristján segir að stefnumál framboðsins verði tilbúin innan skamms og að óneitanlega muni stefna framboðsins taka mið af stefnumálum Sjálfstæðisflokksins: „Þau hljóta að miðast að verulegu leiti við þá vinnu sem maður hefur verið að sinna á undanförnum árum og áratugum, maður hleypur ekki langt frá því,“ sagði Kristján í samtali við Víkurfréttir.

VF-ljósmynd: Kristján Pálsson tilkynnir afsögn sína úr Sjálfstæðisflokknum og nýtt óháð framboð í Suðurkjördæmi á blaðamannafundi í morgun.
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024