Kristján með sex prósent
Sérframboð Kristjáns Pálssonar, framboð óháðra, fengi um 6 prósent fylgi í Suðurkjördæmi væri kosið nú. Þetta kemur fram í vikulegri skoðanakönnun Fréttablaðsins sem gerð var á laugardag. Fram kemur í Fréttablaðinu að
skekkjumörk eru talsverð þar sem úrtakið var ekki stórt. Niðurstaða í kjördæminu var þessi; Framsókn með 16 prósent, Sjálfstæðisflokkur með 18 prósent, Frjálslyndir með tvö prósent, Samfylking með 48 prósent, Vinstri grænir með 10 prósent og framboð Kristjáns með sex prósent eins og áður sagði. Kristján hefur sótt um listabókstafinn T.
skekkjumörk eru talsverð þar sem úrtakið var ekki stórt. Niðurstaða í kjördæminu var þessi; Framsókn með 16 prósent, Sjálfstæðisflokkur með 18 prósent, Frjálslyndir með tvö prósent, Samfylking með 48 prósent, Vinstri grænir með 10 prósent og framboð Kristjáns með sex prósent eins og áður sagði. Kristján hefur sótt um listabókstafinn T.