Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Aðsent

Kraftmikill aðalfundur sjálfstæðismanna í Suðurkjördæmi
Þriðjudagur 25. nóvember 2008 kl. 21:37

Kraftmikill aðalfundur sjálfstæðismanna í Suðurkjördæmi


- fundurinn lýsti yfir eindregnum stuðningi við forsætisráðherra.

Aðalfundur kjördæmisráðs Sjálfstæðisflokksins í Suðurkjördæmi var haldinn laugardaginn 22. Nóvember s.l. að Leirubakka í Landssveit. Var fundurinn gríðarlega vel sóttur og karftmikill. Sigurður Valur Ásbjarnarson, bæjarstjóri Sandgerðis, var endurkosinn formaður kjördæmisráðsins. Gestir fundarins voru þau Geir. H. Haarde, formaður Sjálfstæðisflokksins og forsætisráðherra, og Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, varaformaður Sjálfstæðisflokksins og menntamálaráðherra. Var gerður góður rómur að ræðum þeirra. Þá sátu þingmenn Sjálfstæðisflokksins í Suðurkjördæmi, þau Árni M. Mathiesen, Kjartan Ólafsson, Árni Johnsen og Björk Guðjónsdóttir í pallborði.
Eftirfarandi ályktun var samþykkt með dynjandi lófataki á fundinum:

„Aðalfundur kjördæmisráðs Sjálfstæðisflokksins í Suðurkjördæmi lýsir yfir eindregnum stuðningi við forsætisráðherra, Geir H. Haarde, og forystu flokksins. Það er mikilvægt að á tímum sem þessum séu ábyrgir aðilar við stjórnvölinn sem veigra sér ekki við að taka á þeim vanda sem steðjar að þjóðinni.  Fundurinn telur mikilvægt að þeir sem kosnir eru til ábyrgðarstarfa skorist ekki undan þó á móti blási.“

Þetta kemur fram í tilkynningu.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024