Karlakór Kef kertatónleikar
Karlakór Kef kertatónleikar

Aðsent

Kraftaverkaplantan Aloe Vera
Laugardagur 3. maí 2008 kl. 15:21

Kraftaverkaplantan Aloe Vera

Mig langar til að segja ykkur frá Aloe Vera safanum frá Forever Living.

Aloe vera jurtin, sem oft er kölluð kraftaverkaplantan, náttúrulækningaplantan eða brunaplantan, hefur gengið undir ýmsum nöfnum. Í þau u.þ.b. 4000 ár sem plantan hefur þekkst, hefur mannkynið notið góðs af undraverðum lækningareiginleikum hennar.

Aloe Vera gelið inniheldur að minnsta kosti 75 þekkt næringarefni sem má skipta í eftirfarandi flokka :
Vítamín - inniheldur mörg vítamín en mikilvægust þeirra eru andoxunarvítamínin C og E og karótín sem er forstig A vítamínsins Retanóls. Aloe Vera er einnig ein af fáum plöntum veraldar sem innihalda B12 vítamín.
Steinefni - inniheldur magnesíum, mangan, sink, kopar, króm, kalsíum, natríum, kalín og járn.
Amínósýrur - byggingarefnið fyrir prótein. Mannslíkaminn þarf 22 mismunandi amínósýrur og 20 af þeim er að finna í Aloe Vera. En það sem meira er, þá inniheldur gelið sjö af átta lífsnauðsynlegum amínósýrum sem líkaminn getur ekki framleitt og verður að vera í fæðunni.
Sykra - inniheldur mikilvæga fjölsykrukeðju sem byggir upp og styrkir ónæmiskerfið.
Ensím - lípasi og próteast sem brjóta niður fæðuna og hjálpa til við meltingu eins og carboxylpeptíðasi sem á þátt í bólguferlinu.
Plöntu sterar - þrjár tegundir sem hafa öflug bólgueyðandi áhrif.
Sapónín - hreinsandi efni sem er öflugt mótefni gegn bakteríum, veirum og sveppasýkingum eins og t.d. candita eða þrusku.
Lignín - trefjaefni plantna sem veldur því að Aloe Vera kemst dýpra undir yfirborð húðarinnar.
Anthraquinones - mikilvægust þeirra eru aloin og emodin. Samverkandi í Aloe eru þessi efni verkjastillandi og eru þekkt fyrir að vera bakteríu og vírusdrepandi. Eitt og sér er antraquinones öflugt hægðarlyf.
Salisílsýra - virkar svipað og verkjalyf, er bólgueyðandi og brýtur niður dauðar húfrumur.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024


Hvers vegna verkar það ?
Virknin stafar af ríkri blöndu náttúrulegra næringarefna sem samverkandi skapa kraftmeiri virkni, heldur en búast mætti við ef hvert og eitt efni væri tekið inn eitt og sér. Þessi virkni eykur aðlögunarhæfni líkamans til að standa gegn neikvæðum áhrifum eins og sýkingu eða álagi.

Hvernig verkar það ?
Þegar hin náttúrulegu bólgueyðandi áhrif og sýklavörn Aloe Vera sameinast við inntöku eða sem hluti af fæðu, örvar það frumuvöxt og veitir þar af leiðandi örari bata.
Samt sem áður er Aloe ekki eingöngu gott fyrir fólk með vandamál. Flestir sem taka það inn skýra frá betri líðan - þeim líður einfaldlega "betur" eru jafnvel í betra andlegu jafnvægi og fá síður kvíðatilfinningu.

Þetta síðastnefnda er vegna áhrifa Aloe á ónæmiskerfið sem segja mætti að komist í jafnvægi eða verði fínstillt og þar af leiðandi áhrifaríkara í að verja líkamann.
Aloe Vera virkar einfaldlega vel og þá aðallega á þekjufrumur og ónæmiskerfið.

Þúsundir manna í gegnum aldirnar hafa skýrt frá bata við allmörgum húðvandamálum eins og exemi, sóríasis, sári, bruna, graftarbólum, jafnvel stungum og bitum. Margir hafa fundið lausn á þarmakvillum eins og ristilbólgu, pokaristilsjúkdómi og magakrampa. Önnur sjúkdómseinkenni af völdum óreglu í ónæmiskerfi eins og liðagigt, asmi, síþreyta og berklar hafa einnig skánað eftir reglulega inntöku aloe Vera.

Aloe Vera hefur því gagnast vel til lækningar gegn mörgum ólíkum sjúkdómseinkennum eða til að bæta líðan.


Bryndís Líndal

Sjálfstæður dreifingaraðili FLP

Sími 893 3088

www.123.is/4ever.is