Kosningahiti á vef Reykjanesbæjar
Það er kominn kosningahiti í vef Reykjanesbæjar og það má vera alveg ljóst að það eru bæjarstjórnarkosningar í vor. Íbúi við eina af styttri götum Reykjanesbæjar spyr hvort malbikun og fegrun lengri götu gefi hugsanlega fleiri atkvæði.Hér er bréf sem Björn Albertsson skrifaði á vef Reykjanesbæjar:
Í september sl. sendi ég eftirfarandi fyrirspurn hér inn :
" Austurbraut - Þar sem nú er kominn 7.september langar mig að vita hvort til standi eitt árið enn að svíkja gefin loforð til íbúa hér við götuna um gerð gangstétta og malbikun götunnar? " tilvitnun lýkur.
Þremur dögum síðar svarar Forstöðumaður umhverfis og tæknideildar :
"Austurbraut var ekki á fjárhagsáætlun í ár, en er á framkvæmdaáætlun árið 2002." tilvitnun lýkur.
Nú fyrir nokkrum dögum birti umhverfis og tæknisvið Reykjanesbæjar Starfsáætlun 2002 þar sem gerð er grein fyrir helstu framkvæmdum á árinu.
Glaður í huga las ég yfir áætlunina en fljótlega breyttist gleðin í leiða því enn og aftur virðast menn ætla að svíkja gefin loforð.
Hvaða svar fáum við núna ?
Var Austurbraut ekki á fjárhagsáætlun í ár ?
Eru menn svo uppteknir við að fegra ímyndina útávið fyrir kosningar að lítil gata þar sem enginn starfsmanna umhverfis og tæknisviðs býr er bara sett útaf kortinu ?
Malbikun og fegrun lengri götu = hugsanlega fleiri atkvæði ?
Telja menn svona framkomu virkilega líklega til árangurs í komandi sveitastjórnarkosningum?
Björn Albertsson
Yfirmenn bæjarins hafa ekki svarað erindinu.
Í september sl. sendi ég eftirfarandi fyrirspurn hér inn :
" Austurbraut - Þar sem nú er kominn 7.september langar mig að vita hvort til standi eitt árið enn að svíkja gefin loforð til íbúa hér við götuna um gerð gangstétta og malbikun götunnar? " tilvitnun lýkur.
Þremur dögum síðar svarar Forstöðumaður umhverfis og tæknideildar :
"Austurbraut var ekki á fjárhagsáætlun í ár, en er á framkvæmdaáætlun árið 2002." tilvitnun lýkur.
Nú fyrir nokkrum dögum birti umhverfis og tæknisvið Reykjanesbæjar Starfsáætlun 2002 þar sem gerð er grein fyrir helstu framkvæmdum á árinu.
Glaður í huga las ég yfir áætlunina en fljótlega breyttist gleðin í leiða því enn og aftur virðast menn ætla að svíkja gefin loforð.
Hvaða svar fáum við núna ?
Var Austurbraut ekki á fjárhagsáætlun í ár ?
Eru menn svo uppteknir við að fegra ímyndina útávið fyrir kosningar að lítil gata þar sem enginn starfsmanna umhverfis og tæknisviðs býr er bara sett útaf kortinu ?
Malbikun og fegrun lengri götu = hugsanlega fleiri atkvæði ?
Telja menn svona framkomu virkilega líklega til árangurs í komandi sveitastjórnarkosningum?
Björn Albertsson
Yfirmenn bæjarins hafa ekki svarað erindinu.