Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Aðsent

Föstudagur 13. febrúar 2004 kl. 10:29

Kóróna fjölskyldustefnunnar

Þegar ég skrifaði í Víkurfréttir 22.jan. sl. greinina Debet og Kredit sem var um fjármál Reykjanesbæjar, kom m.a. fram í henni eftirfarandi: „Síðan væri það alveg eftir öðru að hækka fasteignagjöldin til að kóróna þessa fjölskyldustefnu eins og það er kallað hjá bæjaryfirvöldum.“ Því miður reyndust þetta orð að sönnu.

Mánudagurinn svarti, 9. febrúar rann upp en þá barst fasteignagjaldaseðillinn með pósti til bæjarbúa sem innihélt staðfestingu á að fasteignagjöldin í heild hefðu stórhækkað þ.e.a.s. um rúm 27% á milli ára.  Inn í þessum fasteignagjöldum er fasteignaskatturinn sem hækkaði en náði ekki fullum 15% vegna breytinga á byggingarkostnaði og afskriftum.

Það er kaldhæðni örlaganna  að einn af borgarfulltrúum Sjálfstæðisflokksins  Kjartan Magnússon lét eftir sér hafa í Morgunblaðinu 9. febr. sl. að R-listinn ætlaði hvergi að slaka á klónni í skattheimtu sinni eins og Reykvíkingar gætu séð ef þeir bæru saman álagningarseðla á milli ára.

Hvað segir meirihluti Sjálfstæðismanna í bæjarstjórn Reykjanesbæjar um þetta hjá samflokksmanni sínum í Reykjavík en þar voru hækkanir á fasteignagjöldum töluvert minni en hér í bæ?

Nú væri ráð að minnihlutinn í bæjarstjórn léti í sér heyra þar sem þessar hækkanir hafa aukist gífurlega umfram almennar launa- og verðlagshækkanir.  Í fyrra hækkaði vísitala neysluverðs um 2.7% og byggingarvísitala um 3.3%.

Þessi 27% hækkun á fasteignagjöldum bætir ekki ástandið hér almennt né er hvetjandi til að efla menn til dáða.

Baldvin Nielsen
Reykjanesbæ

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024