Konur og prófkjör
Þegar velja skal fulltrúa á framboðslista stjórnmálflokka er ákaflega mikilvægt að sem flestir komið að því vali. Nauðsynlegt er að allir þjóðfélagshópar taki þátt í forvali á frambjóðendum svo framboðslistinn nái að endurspegla óskir og væntingar breiðs hóps kjósenda.
Á laugardag fer fram prófkjör Sjálfstæðisflokksins í öllum kjördæmum. Nú sem aldrei fyrr er afar mikilvægt að fólk komi á kjörstað og taki þátt í vali á frambjóðendum. Í því tilefni vil ég hvetja konur sérstaklega til þess að mæta á kjörstað og velja fulltrúa á listann. Konur eru u.þ.b. helmingur þjóðarinnar, það skiptir máli hvað konum finnst og því nauðsynlegt að þær komi að ákvarðanatöku um öll þjóðfélagsmál. Með því að konur verði virkir þátttakendur í vali fulltrúa fyrir næstu alþingiskosningar má tryggja að uppröðun á framboðslistum endurspegli einnig val kvenna og að unnið sé í þágu jafnréttis og lýðræðis.
Guðný Ester Aðalsteinsdóttir
?formaður sjálfstæðiskvennafélagsins Sóknar.