Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Aðsent

Þriðjudagur 25. febrúar 2003 kl. 10:50

Könnun Fréttablaðsins: D og S með þrjá þingmenn í Suðurkjördæmi

Í fréttablaðinu í dag eru teknar saman niðurstöður fjögurra kannana blaðsins í febrúar. Et litið er sérstaklega á niðurstöðuna í Suðurkjördæmi fengju Samfylkingin og Sjálfstæðisflokkurinn fjóra þingmenn kjörna í Suðurkjördæmi. Framsóknarflokkurinn fær tvo þingmenn, en voru með þrjá í janúar. Ísólfur Gylfi Pálmason er úti núna.Kjartan Ólafsson er nálægt því að fella samfylkingarmanninn Jón Gunnarsson, sem er í 9. sæti kjördæmisins. Samkvæmt könnun Fréttablaðsins yrði niðurstaða kosninganna í Suðurkjördæmi svona:

SUÐURKJÖRDÆMI
1. Margrét Frímannsdóttir (S)
2. Árni R. Árnason (D)
3. Guðni Ágústsson (B)
4. Lúðvík Bergvinsson (S)
5. Drífa Hjartardóttir (D)
6. Björgvin G. Sigurðsson (S)
7. Guðjón Hjörleifsson (D)
8. Hjálmar Árnason (B)
9. Jón Gunnarsson (S)
–––
10. Kjartan Ólafsson (D)

Samkvæmt könnun Fréttablaðsins fengju stjórnarflokkarnir 31 þingmann á móti 32 þingmönnum Samfylkingar og Vinstri grænna. Samanlagt er úrtakið úr könnununum fjórum 2.400 manns. Helstu niðurstöðurnar eru að Samfylkingin mælist stærsti stjórnmálaflokkur landsins með 39,4% atkvæða eða 26 þingmenn. Samkvæmt samandregnum niðurstöðum kannana Fréttablaðsins í janúar mældist flokkurinn einnig stærstur en þá var hann með 38,7% atkvæða og 25 þingmenn. Fylgi Sjálfstæðisflokksins er tæplega 2% minna nú en í janúar. Í þessum mánuði er flokkurinn með 35,8% og 23 þingmenn. Framsóknarflokkurinn bætir 1% við sig í fylgi og mælist nú með 12,7% miðað við 11,7% í janúar. Þingmannafjöldinn er hins vegar sá sami eða 8. Sömu sögu er að segja af Vinstri grænum, þeir bæta við sig um hálfu prósenti á milli mánaða og mælast nú með 9,1% fylgi og 6 þingmenn. Frjálslyndi flokkurinn fær aðeins 2,9% og ekkert þingsæti.
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024