Komið að úrslitastundu
Nú er komið að úrslitastundu í baráttunni í 2. deild. Reynir og Selfoss mætast á Sandgerðisvelli fimmtudaginn 24. ágúst kl. 18:30. Liðin eru að berjast um sæti í 1. deild að ári. Með sigri komast Reynismenn í lykilstöðu og dugar þá 1 stig í síðustu tveimur leikjunum til að gulltryggja það að komast upp. Sigri Sunnlendingar er hins vegar allt í hnút, liðin komin með jafnmörg stig og erfiðir leikir eftir hjá okkur á móti Njarðvík og Fjarðabyggð á meðan Selfoss á eftir leiki á móti Huginn og ÍR. Þannig að tap færir pálmann í hendurnar á Selfyssingum. Jafntefli heldur einnig spennustiginu uppi og gefur Selfyssingum góða von um að ná okkur á endasprettinum í deildinni.
Það er því ekkert sem heitir. Það verður að landa sigri í kvöld og það þurfa allir að gera sitt til að svo verði. Við treystum því og trúum að leikmennirnir okkar mæti rétt stemmdir í leikinn og klári dæmið, en við stuðningsmennirnir þurfum líka að vera með hausinn í lagi. Við þurfum að mæta tímanlega á völlinn og leggja okkur 110% fram við að styðja strákana til sigurs, láta vel í okkur heyra og vera jákvæð.
Þannig að ég segi - Reynismenn, fjölmennum á völlinn á morgun og styðjum Reynisliðið til sigurs og komum okkur upp um deild annað árið í röð.
Og svona til gamans smá sagnfræði. Liðin hafa mæst tvisvar sinnum á Sandgerðisvelli á síðust 10 árum. Mánudaginn 10. ágúst 1998 í 2. deildinni (árið sem Reynir fór niður, en Selfoss bjargaði sér fyrri horn) og varð þá 1-1 jafntefli. Það er athyglisvert að skoða lið Reynis í þeim leik, en einn leikamður Reynis í dag lék leikinn. Hitt er líka áhugavert að þrír leikmenn sem hafa spilað með Njarðvík í sumar voru í liði Reynis þennan dag. Annars var liðið þannig skipað þennan mánudag:
1. Jón Örvar, 2. Gunnar Davíð, 3. Ingvi Hákonar, 4. Magnús Heiðar, 5.
Björgvin Guðjóns, 6. Sigurður Valur Árna, 7. Gunnar Sveinsson, 8. Bjarki Már Árna, 9. Einsi Júl (Pálmar Guðmunds), 10. Matti Guðjóns og 11. Magnús Ólafs.
Siggi Valur jafnaði fyrir Reyni í seinni hálfleik.
Föstudaginn 5. júlí 1996 voru Selfyssingar líka í heimsókn, þá í gömlu 3.
deildinni, árið sem Reynir fór upp í næst efstu deild síðast. Sá leikur endaði með Reynissigri 3-2 í hörkuleik. Þá var lið Reynis eftirfarandi (hörku lið):
1. Siggi Bjarni, 2. Trausti Ómars, 3. Kevin Docherty, 4. Gummi Hilmars, 5.
Arnar Óskars, 6. Grétar Ólafur, 7. Scott Ramsay, 8. Pálmar Guðmunds (Daði Bergþórs), 9. Matti Guðjóns, 10. Jónas Gestur (Tony Stissi) og 11. Anton Már. Grétar Ólafur, Matti og Scotty skorðu mörk Reynis í seinni hálfleik.
Reynismenn hafa hins vegar ekki riðið feitum hesti frá viðureignum sínum við Selfyssinga á Selfossvelli. Síðan 1994 hefur Reynir farið fjórum sinnum þangað í heimsókn í deild og bikar og alltaf tapað nema fyrr í sumar þegar liðin gerðu 0-0 jafntefli.
Það má því fastlega gera ráð fyrir jöfnum og spennandi leik á Sandgerðisvelli í kvöld.
ÁFRAM REYNIR
Með Reyniskveðju,
Ólafur Þór Ólafsson
Formaður Aðalstjórnar Reynis
VF-mynd/ [email protected]