Bragi Guðmundsson - Báruklöpp
Bragi Guðmundsson - Báruklöpp

Aðsent

Knýjum fram lækkun trygginga
Mánudagur 10. nóvember 2003 kl. 16:20

Knýjum fram lækkun trygginga

Almenningur sér fram á stöðugt hækkandi verð á bifreiðartryggingum og virðist ekki koma nokkrum vörnum við. Það sama er upp á teningnum hvað varðar aðrar tryggingar. Hvernig má það vera að launaþegahreyfingin á Íslandi hafi ekki skoðað þessi mál eins og kollegar okkar á Norðurlöndum gera. Þar er launþegahreyfingin afar öflug og beitir sér þegar svona mál koma upp á yfirborðið.
Til er dæmi að menn hér á landi hafi brugðist við. Skemmst er að minnast þegar tryggingarfélögin töldu sig þurfa 60 til 70% hækkun á bifreiðatryggingum. Félag íslenskra bifreiðaeigenda lét til sína taka og bauð upp á ódýrari tryggingar. Í kjölfarið lækkuðu tryggingar umtalsvert.
Til að knýja á samkeppni og lækkun trygginga sé ég fyrir mér að launþegahreyfingin óskaði eftir tilboðum í 20-40.000 bíla og eins gætu íbúðaeigendur nokkur þúsund heimila sameinast og óskað eftir tilboðum í heimilistryggingar.
Kjarasamningar eru framundan. Lækkun trygginga yrði góð kjarabót og ákveðin kauphækkun sem ekki færi út í verðlagið eins og venjan er.
Ég vil í lokin hrósa Jóhannesi Gunnarssyni hjá Neytendasamtökunum að standa fyrir könnum um verðlag trygginga sem nýlega voru kynnt almenningi.

Sigurður Þorleifsson,
Hjallagötu 4,
245 Sandgerði.
Optical Studio 15, 18, 20, 22, 25, 27, 29. ágúst 1-6 sept kona
Optical Studio 15, 18, 20, 22, 25, 27, 29. ágúst 1-6 sept kona
Reykjanes Optikk ljósan25
Reykjanes Optikk ljósan25