Aðsent

Knús
Margrét Óskarsdóttir.
Miðvikudagur 25. október 2017 kl. 16:10

Knús

Nú er ég 53 ára gömul kona, þriggja barna móðir og á sjö barnabörn. Þegar ég var að alast upp man ég eftir ömmu minni að bera fram dýrindis krásir á kaffiborðið og biðjast svo afsökunar á því hversu lítilfjörlegur þessi „samtíningur” væri hjá henni. Ég hef sjálf oft á minni ævi gripið mig við að leika þetta eftir og þegar ég lít til baka sé ég hversu fáránlega það hljómar þegar fólkið okkar á landinu okkar býr við virkilegan skort. Nú eru hlutir eins og rjómatertur og lambalæri á sunnudögum munaður og ekki sjálfsagður hlutur að geta leyft sér hvað sem á borðum. Margar fjölskyldur berjast við að ná endum saman í hverjum mánuði og viljum við hjá Flokki Fólksins beita okkur til að berjast gegn fátækt. Það er tveggja mánaða bið að komast að hjá heimilislækni og þegar maður fer á læknavaktina eru biðstofurnar vanalega fullar af fólki, mörgum með lítil börn sem þurfa nauðsynlega að komast til læknis. Þetta er augljóst dæmi um að ekki sé verið að auka starfsfólki heilbrigðisstofnana í samræmi við aukningu á eftirspurn og meiri fólksfjölda en á árum áður. Þegar ég átti mína yngstu stelpu árið 1992 barðist ég fyrir því að halda fæðingardeildinni opinni svo konur þyrftu ekki að fara með sjúkrabíl frá Suðurnesjum til Reykjavíkur þegar þær voru að fæða. Ástandið er mjög svipað núna og hræðilegt á heilsugæslum í Suðurkjördæmi.
Elsku kjósandi, hvar ætla ég að fá peninga til að gera þetta allt fyrir þig? Ég vil reka þetta eins og stórt fallegt heimili þar sem allir eiga nóg og fullt er af kærleik. Þar sem allir eru hreiðarlegir og jafnir.

Knús til þín, elsku kjósandi.

Bílakjarninn sumardekk 2024
Bílakjarninn sumardekk 2024

Margrét Óskarsdóttir, 4 sæti í Flokk Fólksins, Suðurkjördæmi