Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Aðsent

Miðvikudagur 10. apríl 2002 kl. 18:22

Knattspyrnujaxlar á knattspyrnuveislu aldarinnar

Knattspyrnumenn og stuðningsmenn allra félaga koma saman á veitingastaðnum Nasa við Austurvöll föstudaginn 12.apríl n.k. Einstakt tækifæri til að hitta gamla félaga og rifja upp góðar endurminningar.Síðast var haldin samkoma af þessu tagi á Hótel Íslandi 1995 og hlaut nafnið Knattspyrnuveisla Aldarinnar þar sem saman komu 500 manns og var þá fyllt í eyðu og útnefndir leikmenn áranna frá 1955, þegar deildaskiptingin var tekin upp, og til ársins 1967. Árið 1968 var síðan formlega valinn leikmaður ársins sem var Hermann Gunnarsson. Eftirtaldir leikmenn voru heiðraðir með glæsilegum styttum gerðum af Ríkey Ingimundardóttur. 1955 Ríkharður Jónsson, 1956 Halldór Sigurbjörnsson, 1957 Þórður Þórðarson, 1958 Sveinn Teitsson, 1959 Hörður Felixson, 1960 Helgi Daníelsson, 1961 Þórólfur Beck, 1962 Guðmundur Óskarsson, 1963 Garðar Árnason, 1964 Högni Gunnlaugsson, 1965 Ellert Schram, 1966 Sigurður Dagsson, 1967 Hermann Gunnarsson. Ákveðið var að enginn hlyti fleirri en eina útnefningu. Þessir leikmenn eða fulltrúar þeirra verða gestir samkomunar. Knattspyrnuveisla Aldarinnar þótti takast sérlega vel og lítill vafi er á að samkoman á Nasa hefur alla burði til hins sama. Sérstakur heiðursgestur verður Jóhannes Edvaldsson sem kemur frá Glasgow í þessu tilefni. Myndir úr leikjum liðinna ára verða á risaskerminum.


Kl.19.00 Húsið opnar, fordrykkur

Samkoman sett / veislustjóri Sveinn Jónsson

Rifjaðir upp leikmenn ársins tímabilið frá deildaskiptingu 1955 til 1968. Umsjón: Þorgrímur Þráinsson.

Jóhannes Edvaldsson, heiðursgestur hátíðarinnar hylltur.

Gengið til matar

Gísli Gíslason bæjarstjóri á Akranesi, ræðumaður kvöldsins

Margrét Eir söngkona og Jón Ólafsson undirleikari

Jóhannes Kristjánsson skemmtikraftur

Verð aðgöngumiða er aðeins kr.2800. Uppl. veittar á Nasa kl.1400-1700 daglega en einnig veitir Halldór Einarsson upplýsingar í símum 5626464 og 8922655. Hægt er að panta aðgöngumiða á netfanginu [email protected] . Aðgöngumiðasala að öðru leyti við innganginn.
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024