Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Aðsent

Kjósum mann sem vill styrkja atvinnulíf og fjölga tækifærum á Suðurnesjum
Föstudagur 28. maí 2021 kl. 14:21

Kjósum mann sem vill styrkja atvinnulíf og fjölga tækifærum á Suðurnesjum

Suðurkjördæmi er lengsta kjördæmi landsins og fjölbreytilegt eftir því. Þar er fjölbreytt atvinnulíf og flestir af vinsælustu ferðamannastöðum landsins. Þrátt fyrir ólíkar aðstæður þá eru margir sameiginlegir fletir og klárlega er það vilji okkar að fá gott fólk á þing.

Ásmundur Friðriksson býður sig fram í 2. sæti á lista í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins fyrir komandi kosningar. Það eru góðar fréttir fyrir kjördæmið í heild sinni. Það hefur ekki farið framhjá neinum sá mikli dugnaður sem Ásmundur hefur sýnt þau átta ár sem hann hefur setið á þingi. Hvort sem það er með heimsóknum, stuðningi við hin ýmsu málefni, aðstoð við einstaklinga og fyrirtæki eða þor við að tjá sig um hin ýmsu málefni.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Það er okkur mikil gæfa að hafa slíkann mann inni á þingi og í raun ætti hann að vera öðrum til eftirbreytni. Hann hefur verið ötull talsmaður fyrir Suðurnesin og veit ég að hann mun halda áfram á þeirri góðu braut. Með baráttu fyrir betri heilbrigðisþjónustu, uppbyggingu á Keflavíkurflugvelli, Helguvík og í samgöngum.

Ég hef þekkt Ása í dágóðan tíma og það áður en hann settist á þing. Þann tíma er ég þakklátur fyrir, því þar hef ég fengið að sjá mann sem vill hjálpa til og gefur mikið af sér. Ekki bara fyrir nærumhverfið, heldur eins víða og hann getur. Það eru ekki bara þær góðgerðarsamkomur sem hann hefur komið að því að skipuleggja eða störf hans fyrir ákveðin samtök sem ylja manni um hjartarætur. heldur hvernig hann tekur á móti öllum sem til hans leita.

Ásmundur er mannlegur og hefur gert sinn skammt af mistökum um ævina, rétt eins og aðrir. Hann vann sig í gegnum sína erfiðleika með dugnaði og góðri fjölskyldu og hefur gefið mikið af sér í framhaldi. Ég veit um mörg dæmi þar sem hann hefur aðstoðað fólk sem til hans hefur leitað með ýmis málefni. Jafnvel í prófkjörsbaráttu gefur hann sér tíma til að aðstoða meðframbjóðendur sína og leggja sitt af mörkum til að skapa góða liðsheild í prófkjörinu.

Það hefur verið gaman að fylgjast með störfum Ásmundar á þingi og það gladdi mjög að heyra að hann ætlaði að halda áfram. Hann talar ekki bara um hlutina heldur leggur hann fram tillögur í atvinnumálum og er talsmaður öflugs atvinnulífs. Þá lætur hann verkin tala fyrir sköpun nýrra atvinnutækifæra með því að leggja fram frumvarp um framkvæmdaleyfi fyrir Suðurnesjalínu 2. Sem er forsenda framfara í atvinnumálum og öryggi í raforkuafhendingu fyrir Suðurnes og íbúa hér. Það væri okkur mikil gæfa að fá að njóta starfa hans áfram á komandi þingi, en það gerist eingöngu ef fólk mætir á kjörstað og kýs Ásmund Friðriksson í 2. sæti.

Eiður Ævarsson