Kjördæmaþing Samfylkingarinnar á laugardag
Rútuferðir frá Reykjanesbæ
Árni Páll Árnason og Guðbjartur Hannesson, formannsframbjóðendur Samfylkingarinnar, leiða saman hesta sína á laugardagsmorgun á kjördæmaþingi Samfylkingarinnar í Suðurkjördæmi sem haldið verður í Tryggvaskála á Selfossi. Eins kunnugt er þá gerir Samfylkingin - ein flokka - öllum félögum sínum kleift að velja formann flokksins í allsherjaratkvæðagreiðslu. Kosið verður með rafrænum hætti á heimasíðu
Samfylkingarinnar - xs.is.sem og hefst kosning föstudaginn 18. janúar og stendur til kl. 18.00 mánudaginn 28. janúar.
Kjördæmaþingið á laugardaginn hefst stundvíslega kl. 10.00 með rökræðum formannsefnanna en auk þess verður á þinginu unnið með fyrirliggjandi tillögur málefnanefnda flokksins sem liggja fyrir landsfundi og
framboðslistinn í Suðurkjördæmi kynntur og borinn upp til samþykktar.
Allir félagar Samfylkingarinnar í Suðurkjördæmi eru velkomnir á kjördæmisþingið. Boðið verður upp á rútu fyrir Suðurnesjamenn sem ætla að sækja þingið sem fer frá Vesturbraut 12 í Reykjanesbæ kl. 08.30 á
laugardagsmorgun og heim aftur um kl. 15.30.