Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Aðsent

Kjartan stefnir á fyrsta sætið
Mánudagur 12. september 2005 kl. 11:30

Kjartan stefnir á fyrsta sætið

Á fundi Framsóknarfélaganna í Reykjanesbæ, sem haldinn var á sunnudagskvöld, lýsti Kjartan Már Kjartansson, leiðtogi og bæjarfulltrúi Framsóknarflokksins í Reykjanesbæ, því yfir að hann væri tilbúinn til þess að halda áfram í hlutverki leiðtoga Framsóknarmanna í sveitarstjórnarkosningunum 2006, fengi hann til þess stuðning. Á fundinum var einnig rætt um hvernig staðið skuli að vali á listann en ekkert ákveðið. Kjartan Már hefur verið bæjarfulltrúi Framsóknarmanna frá 1998 og varabæjarfulltrúi 1994-1998.

Kjartan Már er með meistaragráðu í viðskiptafræði og tónlistarkennarapróf. Hann var lengst af skólastjóri og kennari við Tónlistarskólann í Keflavík, starfaði síðan í 5 ár hjá Flugleiðum en er nú aðstoðarmaður Magnúsar Scheving í Latabæ. Kjartan Már er kvæntur Jónínu Guðjónsdóttur, flugfreyju, og eiga þau 3 börn.

VF-Mynd/Þorgils: Kjartan Már ásamt forsætisráðherra og aðstoðarmanni hans. Tekin í heimsókn Halldórs til Suðurnesja.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024