Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Aðsent

Laugardagur 13. apríl 2002 kl. 22:01

Kjartan Már, Ingibjörg Sólrún og Björn Bjarnason á Foreldraþingi 2002

Kjartan Már Kjartansson bæjarfulltrúi í Reykjanesbæ verður fulltrúi Reykjanesbæjar í pallborðsumræðum á Foreldraþingi 2002 sem fram fer þann 20. apríl nk. Þar verður hann ásamt þeim Ingibjörgu Sólrúnu Gísladóttur og Birni Bjarnasyni sem nú berjast um Reykjavíkurborg.Heimili og skóli - landssamtök foreldra í samstarfi við Samband íslenskra sveitarfélaga að foreldraþingi þann 20. þ.m. Þingið verður haldið í Ársal á Radisson SAS Hótel Sögu í Reykjavík frá kl. 10 til 18 þennan dag. Þingið er opið öllum foreldrum og forráðmönnum en sérstök áhersla er lögð á þátttöku foreldra sem starfa í foreldrafélögum og -ráðum og viljum við helst sjá fleiri en tvo fulltrúa frá hverjum skóla.

Dagskrá:
Jón Baldvin Hannesson, skólaráðgjafi
Hugsað með Hjartanu - gæði í samstarfi foreldra og kennara”
Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, borgarstjóri
Eftirlit foreldraráða með að skólanámskrá sé framfylgt
Björn Bjarnason f.v. menntamálaráðherra
Skólinn nær foreldrum
Sigrún Magnúsdóttir, formaður fræðsluráðs Reykjavíkur
Reynsla af yfirfærslu grunnskóla til sveitarfélaga.
Tryggvi Gunnarsson, umboðsmaður Alþingis
Stjórnsýsla skóla
Fyrirspurnir og umræður á eftir framsöguerindum


Hvað ætla ég að setja í forgang í skólamálum næstu 4 ár
Pallborðsumræður; Í pallborði sitja meðal annarra eftirtaldir frambjóðendur til sveitarstjórna:
Akureyri, Kristján Þ. Júlíusson
Borgarnes, Finnbogi Rögnvaldsson
Hafnarfjörður, Steinunni Guðnadóttir
Kópavogur, Hafstein Karlsson
Reykjanesbær, Kjartan Már Kjartansson

Foreldraverðlaun 2002
Við lok þingstarfa um kl. 16:30 verða Foreldraverðlaun 2002 afhent, af því í tilefni er boðið upp á veitingar.
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024