Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Aðsent

Kjartan í 2. sætið
Þriðjudagur 15. janúar 2013 kl. 10:03

Kjartan í 2. sætið

Þann 26. janúar nk. munum við Sjálfstæðismenn í Suðurkjördæmi velja okkur framboðslista til Alþingis. Mjög mikilvægt er að vel takist til og við náum að mynda breiða samstöðu um listann til að það gerist sem við þurfum nauðsynlega, að vinna afgerandi sigur í kjördæminu í vor.  

Við skuldum íbúum í Suðurkjördæmi það að við losum þá undan valdi þeirra afla sem stjórnað hafa síðustu 4 ár og komum til áhrifa fólki sem mun efla og virkja þann kraft sem býr bæði í fólki og auðlindum Suðurkjördæmis. Þegar kemur að því að velja þá sem verða í fyrstu sætum listans og um leið þingmenn næsta kjörtímabils, þurfum við að huga að heildinni.

Við þurfum að fá hóp þingmannsefna sem tryggir breiða skírskotun til kjósenda alls staðar að úr kjördæminu er varðar hæfni,  dugnað og búsetu. Ég hef bæði á sviði stjórnmála og atvinnu átt samleið með Kjartani Ólafssyni og veit að þar fer heiðarlegur  dugnaðarforkur.  Kjartan hefur sérstaklega látið sig varða atvinnumál af öllum toga og hefur mikla reynslu og þekkingu þar. Auk þess hefur hann verið dugmikill málsvari bættrar þjónustu við íbúana í öllu kjördæminu svo sem í heilbrigðismálum, löggæslumálum, samgöngumálum  og annarri þeirri þjónustu sem hið opinbera fer með.  Tryggjum Kjartani kosningu í 2. sæti listans og náum með því þeirri breiðu samstöðu sem þarf.

Snorri Finnlaugsson
F.v. bæjarstjóri á Álftanesi og núverandi íbúi í Hveragerði


 

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024