Kjarnorkuvopn í Sandgerði?
				
				Samtök herstöðvaandstæðinga hafa ritað bæjarstjórn Sandgerðis bréf þar sem samtökin óska eftir þátttöku sveitarfélagsins í afvopnunarátaki með friðlýsingu svæðisins og skrifi undir yfirlýsingu um kjarnorkuvopnalaust sveitarfélag.Bréfið, sem var dagsett 22. ágúst sl. var lagt fram til kynningar á síðasta fundi bæjarstjóranar Sandgerðis. Ekki hefur enn verið tekin ákvörðun um það hvort yfirlýsingin verði undirrituð.
				
	
				
					
						
					
					
						
					
				
				
				 								
			




 
						 
						 
						 
						 
						 
						


 
				 
				 
				 
				 
				
 
				 
				 
				