Bláa Lónið - 01apíl.
Bláa Lónið - 01apíl.

Aðsent

  • Killer Joe í Frumleikhúsinu
  • Killer Joe í Frumleikhúsinu
    Guðný Kristjánsdóttir.
Föstudagur 13. mars 2015 kl. 09:00

Killer Joe í Frumleikhúsinu

Guðný Kristjánsdóttir skrifar.

Í kvöld, föstudaginn 13. mars, frumsýnir Leikfélag Keflavíkur stórverkið Killer Joe í Frumleikhúsinu og hefst sýningin kl. 20:00. Undanfarnar vikur hafa staðið yfir strangar æfingar undir leikstjórn Keflvíkingsins Davíðs Guðbrandssonar leikstjóra. Davíð byrjaði feril sinn sem leikari hjá Leikfélagi Keflavíkur en eftir útskrift úr Leiklistarskólanum hefur hann víða komið við bæði í kvikmyndum og á sviði en þetta er hans frumraun í leikstjórn. 

Public deli
Public deli

Leikverkið Killer Joe er ansi krefjandi verk og reynir mikið á leikarana sem allir þykja standa sig frábærlega. Um er að ræða fimm manna  leikarahóp, fjóra þaulvana leikara og einn sem er að stíga sín fyrstu skref. Það er gríðarlega vinna á bakvið uppsetningu sem þessari  eins og reyndar alltaf og hópur fólks hefur  lagt á sig vinnu nótt sem dag í að gera allt sem til þarf. Sviðsmyndin er stórglæsileg, hönnuð af Davíð Erni Óskarssyni og lýsingin er hönnuð af Gustav Helga  Haraldssyni. Daði Þorgrímsson hefur séð um að aðstoða leikstjórann og hópinn við hin ýmsu mál, Jóna Þórðardóttir sér um förðun sem er nokkuð flókin auk þess sem fjöldi annarra leggja hönd á plóginn svo allt gangi upp.

Hafandi verið starfandi með þessu öfluga leikfélagi í fjölda ára og því komið að óteljandi sýningum veit ég  hversu mikil vinna liggur að baki því  langar mig að hvetja alla þá sem tækifæri hafa til þess að koma og eiga með okkur kvöldstund í Frumleikhúsinu og um leið styðja við áframhaldandi gott starf innann félagsins sem hingað til hefur lagt mikinn metnað í að koma til móts við alla í uppsetningum sínum með fjölbreyttu verkefnavali. Leikhúsið hefur fengið skemmtilega upplyftingu frammi í gestasalnum sem verður spennandi að sjá og þar hafa ýmsir komið að verki og stutt við framkvæmdirnar, kunnum við öllum þeim bestu þakkir fyrir ómetanlega aðstoð. Eins og áður sagði er frumsýningin kl.20.00 á morgun föstudag, önnur sýning sunnudaginn 15. mars kl. 20:00. Miðaverði er stillt í hóf og er  það sama og undanfarin ár, 2.000 krónur og hægt er að panta miða í síma 421-2540 eftir kl.14:00 á daginn.

Hlakka til að sjá sem flesta í Frumleikhúsinu.

Guðný Kristjánsdóttir, leikfélagi.