Keflvíkingar kynda upp fyrir leik

Fyrir leik Keflavíkur og Grindavíkur í kvöld mun kvennaráð Keflavíkur grilla hamborgara frá kl.18:15 í félagsheimili Keflavíkur. Keflvíkingar eiga frábæra aðstöðu á efri hæð íþróttahússins við Sunnubraut og er lítið mál að tölta þangað upp og allir velkomnir.  Þaðan er frábært útsýni yfir grænan og flottan Nettóvöllinn og fátt er skemmtilegra í aðdraganda leiks en spá í leikinn framundan með öðrum Keflvíkingum.  Frábært að fylgjast með upphitun sinna manna og splæsa á sig borgara í leiðinni.   Í seinasta leik var Einar Orri, nr. 6, maður leiksins.  Í kvöld fær sjötti viðskiptamaður grillsins sína máltíð fría -  verður það þú?