Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Aðsent

  • Keflavík til sigurs
  • Keflavík til sigurs
Föstudagur 23. febrúar 2018 kl. 07:00

Keflavík til sigurs

Knattspyrna er vinsælasta íþrótt í heiminum og á því leiksviði eiga Keflvíkingar 60 ára farsæla afrekssögu. Keflavík hefur fjórum sinnum orðið Íslandsmeistari í knattspyrnu í efstu deild, sem er sjöundi besti árangur íslenskra félagsliða. Þar að auki hefur Keflavík fjórum sinnum náð að hampa bikarmeistaratitli sem gerir það að sjötta sigursælasta félagsliði landsins í bikarkeppni.

Þá á Keflavík einnig merkilega sögu í þátttöku í Evrópukeppnum þar sem félagið hefur att kappi við mörg af stærstu og þekktustu liðum Evrópu í dag. En sá hluti afrekssögunnar sem við Keflvíkingar erum hvað stoltust af er að hafa veitt þúsundum barna ánægjulegar stundir á knattspyrnuvellinum um leið og við höfum alið af okkur marga af bestu leikmönnum landsins, sem skipað hafa fjölda atvinnumannaliða og gengt mikilvægu hlutverki fyrir landslið Íslands. Af þessu erum við Keflvíkingar stolt og viljum halda áfram að láta drauma knattspyrnufólks rætast.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Síðastliðin tvö ár hafa verið Keflvíkingum erfið, meðal annars vegna þess að við höfum þurft að vera utan deildar hinna bestu. En á síðasta ári snérist lukkan aftur á sveif með okkur þannig að í ár keppum við aftur í deild þeirra bestu. Þar er okkar vettvangur og þar viljum við vera áfram um ókomna tíð. En það þýðir ekki að efsta deild sé okkar endanlega takmark heldur miklu frekar staður þar sem við ætlum að láta drauma okkar rætast.

Við ástríðufólk í íþróttum þekkjum vel til þess hve sigurtilfinningin er góð og hve mikilvægt það getur verið í okkar daglega lífi að finna fyrir velgengni. Þessa tilfinningu viljum við að rækta og standa saman að því að efla og með því gefa sem flestum kost á að njóta velgengni með Keflavík.

Alltof mörg ár hafa nú liðið frá því að Keflavík síðast fagnaði alvöru titli. Hingað til hefur það virst fjarlægur draumur, en með samhentu framlagi allra sem deila þessum draumi styttist biðin. Við sem leggjum fram krafta okkar í þessum tilgangi erum tilbúin að setja saman raunhæf markmið og skýra framtíðarsýn í þeirri trú að það auki líkurnar á að draumar okkar rætist. En til þess þurfum við ykkar stuðning, hvort sem það er með andlegu, líkamlegu, eða fjárhagslegu framlagi.

Við erum tilbúin í baráttuna, en ert þú kæri Keflvíkingur tilbúinn að taka þátt í því með okkur?

Áfram Keflavík!
Sigurður Garðarsson
Formaður knattspyrnudeildar Keflavíkur