Keflavik Music Festival heldur sínu striki
Í framhaldi af fréttaflutningi um að einhverjir listamenn muni ekki spila á Keflavik Music Festival vilja forráðamenn tónleikanna taka fram að 129 tónlistarmenn eru á dagskrá hátíðarinnar. Yfirlýsingar tveggja, þeirra Bubba og KK, um að þeir muni ekki mæta verða kannaðar frekar í dag en aðrir aðilar munu að sjálfsögðu mæta og halda flotta tónleika eins og til stóð.
Seinkun í gær varð vegna þess að farangur Outlandis kom ekki með flugi eins eðlilegt hefði verið og sú staðreynd hefur sett af stað skriðu yfirlýsinga sem ekki eiga við rök að styðjast.
Tónleikarnir í Reykjaneshöllinni heppnuðust vel sem og flutningur Páls Óskars í Keflavíkurkirkju en seinkun í höllinni dró opnun á tjöldum á hátíðarsvæði til kl. 01.00 og er beðist velvirðingar á þeirri seinkun.
Aðalatriðið er að Keflavik Music Festival ætlar að standa undir nafni, klára tónlistarhátiðina með stæl og bjóða uppá frábæra tónleika.
Fyrir hönd Keflavik Music Festival
Óli Geir Jónsson
Pálmi Erlingsson