Kaupum jólatrén heima - verslum við Kiwanis
Hvert samfélag er byggt upp af því fólki sem í því býr og gerð þess og gæði velta á fólkinu. Sumir hafa bundist samtökum sem stuðla að því að gera samfélagið betra og manneskjulegra og leggja mikið á sig til að svo megi verða. Ein slík samtök, sem hér starfa, eru Kiwanisklúbburinn Keilir. Aðal fjáröflunarleið félagsmanna er sala á jólatrjám. Öll vinna í kring um söluna er unnin í sjálfboðavinnu og þeir fjármunir sem aflast hafa í gegn um árin runnið til einstaklinga, félagasamtaka og sjúkrahússins. Um er að ræða verulega fjárhæðir sem virkilega hefur munað um fyrir þá sem notið hafa.
Ég vil leyfa mér að skora á Suðurnesjamenn að leggja Kiwanismönnum lið með því að kaupa jólatrén hjá þeim og eiga þannig þátt í að leggja góðum málefnum í samfélaginu okkar lið. Suðurnesja menn! Verslum heima! Verslum hjá þeim sem sinna samfélaginu!
VERSLUM VIÐ KIWANIS!
Þórdís Þormóðsdóttir
Jólatrésala Kiwanis hefst n.k. föstudag 12. desember kl. 17:00 og verður opin öll kvöld og frá kl. 14:00 – 22:00 um helgar til Jóla.
Ég vil leyfa mér að skora á Suðurnesjamenn að leggja Kiwanismönnum lið með því að kaupa jólatrén hjá þeim og eiga þannig þátt í að leggja góðum málefnum í samfélaginu okkar lið. Suðurnesja menn! Verslum heima! Verslum hjá þeim sem sinna samfélaginu!
VERSLUM VIÐ KIWANIS!
Þórdís Þormóðsdóttir
Jólatrésala Kiwanis hefst n.k. föstudag 12. desember kl. 17:00 og verður opin öll kvöld og frá kl. 14:00 – 22:00 um helgar til Jóla.