Kaupleiguíbúðir í Reykjanesbæ
Undanfarið hefur nokkur umræða átt sér stað um leiguverð kaupleiguíbúða í félagslega húsnæðiskerfinu í Reykjanesbæ. Frá því að tilfærsla félagslegra íbúða til Fasteigna Reykjanesbæjar ehf. árið 2002 átti sér stað hefur leiguverð allra íbúða verið endurskoðað. Markmiðið hefur verið að tryggja réttmætustu leiguna á hverri íbúð með tilliti til alls kostnaðar hennar. Mikilvægt er að tryggja að einstaka leigjendur félagsins greiði ekki niður íbúðir annarra leigjenda með of hárri leigu á móti of lágri leigu sumra. Í lögum um kaupleiguíbúðir í félagslega húsnæðiskerfinu segir að leigugjald eigi að miðast við afborganir og vexti, vaxtakostnað af framlagi framkvæmdaraðila auk almenns rekstrarkostnaðar.
Aðalgata 5
Að gefnu tilefni er rétt að segja frá því að samkvæmt bráðabirgðauppgjöri fyrir árið 2003 er ljóst að leigutekjur duga ekki fyrir kostnaði félagsins af Aðalgötu 5 í Keflavík og þannig hefur það verið allt frá því að húsnæðið var byggt árið 1991. Þann 10. júní 2003 var haldinn fundur með íbúum á Aðalgötu 5. Þar var þeim gert grein fyrir því að leiguverð þeirra væri óeðlilegt með tilliti til annarra íbúða í kerfinu og við því þyrfti að bregðast.
Leigugjald á Aðalgötu 5 í janúar 2004 nam 55.057 krónum fyrir 3ja herbergja 78,3 fermetra íbúð. Hússjóður nam um 6.000 krónum. Leigutaki fær greiddar vaxtabætur sem nema um 12.000 krónum. Nettó húsaleiga með hússjóði nemur því um 49.000 krónum fyrir 3ja herbergja íbúð. Sé leiguverð annarra íbúða Fasteigna Reykjanesbæjar ehf. skoðað sést að sú leiga er eðlileg og í fullu samræmi við markmið stjórnar félagsins að tryggja sem réttmætasta leigu á öllum íbúðum félagsins.
Endurskipulagning á eignaumsýslu
Auk endurskoðunar á leiguverði félagslega íbúðakerfisins í Reykjanesbæ hefur nokkur vinna verið lögð í að jafna aðstöðumun og auka þannig gæði íbúða í kerfinu. Bætt skipulag í rekstri Fasteigna Reykjanesbæjar ehf. hefur aukið yfirsýn stjórnar félagsins yfir allar eignir þess. Stjórn félagsins leitar stöðugt leiða til þess að lækka rekstrarkostnað og auka hagkvæmni í rekstrinum með það fyrir augum að geta lækkað leiguverð. Á þeirri braut verður áfram unnið.
Georg Brynjarsson
stjórnarformaður Fasteigna Reykjanesbæjar ehf.
Aðalgata 5
Að gefnu tilefni er rétt að segja frá því að samkvæmt bráðabirgðauppgjöri fyrir árið 2003 er ljóst að leigutekjur duga ekki fyrir kostnaði félagsins af Aðalgötu 5 í Keflavík og þannig hefur það verið allt frá því að húsnæðið var byggt árið 1991. Þann 10. júní 2003 var haldinn fundur með íbúum á Aðalgötu 5. Þar var þeim gert grein fyrir því að leiguverð þeirra væri óeðlilegt með tilliti til annarra íbúða í kerfinu og við því þyrfti að bregðast.
Leigugjald á Aðalgötu 5 í janúar 2004 nam 55.057 krónum fyrir 3ja herbergja 78,3 fermetra íbúð. Hússjóður nam um 6.000 krónum. Leigutaki fær greiddar vaxtabætur sem nema um 12.000 krónum. Nettó húsaleiga með hússjóði nemur því um 49.000 krónum fyrir 3ja herbergja íbúð. Sé leiguverð annarra íbúða Fasteigna Reykjanesbæjar ehf. skoðað sést að sú leiga er eðlileg og í fullu samræmi við markmið stjórnar félagsins að tryggja sem réttmætasta leigu á öllum íbúðum félagsins.
Endurskipulagning á eignaumsýslu
Auk endurskoðunar á leiguverði félagslega íbúðakerfisins í Reykjanesbæ hefur nokkur vinna verið lögð í að jafna aðstöðumun og auka þannig gæði íbúða í kerfinu. Bætt skipulag í rekstri Fasteigna Reykjanesbæjar ehf. hefur aukið yfirsýn stjórnar félagsins yfir allar eignir þess. Stjórn félagsins leitar stöðugt leiða til þess að lækka rekstrarkostnað og auka hagkvæmni í rekstrinum með það fyrir augum að geta lækkað leiguverð. Á þeirri braut verður áfram unnið.
Georg Brynjarsson
stjórnarformaður Fasteigna Reykjanesbæjar ehf.