Katrín þakkar aðstoðina
Eiginmaðurinn féll frá þegar hún var ófrísk af tvíburum
Katrín Aðalsteinsdóttir hafði samband vildi koma á framfæri sérstöku þakklæti til þeirra sem lögðu henni lið eftir að eiginmaður hennar féll frá í nóvember síðastliðnum. Katrín var þá ófrísk af tvíburadætrum þeirra en fyrir átti hún dótturina Guðbjörgu Emilíu. Ákveðið var að stofna styrktarreikning fyrir Katrínu og dætur hennar. Hún hafi fyrir skömmu samband við Víkurfréttir þar sem hún vildi koma á framfæri þökkum til þeirra einstaklinga og félagasamtaka sem lögðu henni lið.
Dætur þeirra hjóna fæddust þann 6. janúar sl. eftir aðeins rúmlega 25 vikna meðgöngu. Þóra Margrét var 676 gr og 31,5 cm og Halldóra Gyða var 730 gr og 33 cm. Þeim mæðgum heilsast vel en þær komu heim af vökudeildinni þann 27. apríl og að sögn Katrínar gengur allt mjög vel með stelpurnar en þær mæðgur eru búsettar í Reykjanesbæ.
Tengd frétt: Söfnun fyrir Katrínu og dætur hennar