Katrín Jakobsdóttir á fundi í Vogum
Katrín Jakobsdóttir, formaður Vinstri hreyfingarinnar græns framboðs og fyrrverandi menntamálaráðherra, mætir á fund í Lionsheimilinu í Vogum annað kvöld, þriðjudagskvöld, 9. september. Þar gefst Suðurnesjabúum gott tækifæri til að heyra í henni og spyrja hana spjörunum úr.
Það er VG á Suðurnesjum sem heldur fundinn en vetrarstarfið er að hefjast og nýir sem gamlir velkomnir. Veitingar í boði.
F.h. stjórnar félagsins.
Þorvaldur Örn Árnason.