Karlakórinn frestar vortónleikum
Lögin hafa verið útsett fyrir kórinn, hljómsveit og einsöngvara. Það er hljómsveit Magnúsar Kjartanssonar sem annast undirleikinn en auk Magnúsar eru það þeir Rúnar Júlíusson, Jóhann Helgason og Magnús Þór Sigmundsson sem syngja með kórnum.
Stefnt var að því að diskurinn kæmi út nú í vor og hugmyndin var sú að fylgja honum eftir með veglegum útgáfutónleikum bæði hér í heimabyggð og í Reykjavík.
Mál hafa hinsvegar æxlast svo að vinnan við diskinn hefur tekið miklu mun lengri tíma en nokkurn óraði og henni er enn ekki lokið nú í sumarbyrjun.
Því var sú ákvörðun tekin að fresta tónleikahaldi að sinni en stefna þess í stað á veglega útgáfutónleika í haust. Við biðjum velunnara kórsins að hafa biðlund með okkur til haustsins og lofum veglegum tónleikum og frábærum geisladisk sem allir Suðurnesjamenn verða að eignast.
Af kórnum er það annars helst að frétta að dagana 5.-8. júní n.k. tekur hann þátt í kórastefnu í Mývatnssveit ásamt fjölda annara kóra.
Guðjón Sigbjörnsson formaður
VF-mynd/Þorgils - Frá tónleikum Karlakórs og poppara í Stapa