Kallinn aflar sér ekki upplýsinga!
Í Víkurfréttum lýsir hinn svokallaði Kall yfir óánægju sinni vegna meints sinnuleysis sveitarstjórnarmanna í málefnum Heilbrigðisstofnunar Suðurnesja. Vegna þess að þessi Kall hefur greinilega ekki fyrir því að afla sér upplýsinga vil ég upplýsa hann um eftirfarandi atriði:Bæjarsjórn Reykjanesbæjar er fyrir löngu búin að álykta um málefni Heilbrigðisstofnunar Suðurnesja.
Undirritaður hefur tekið til umræðu, málefni Heilbrigðisstofnunar Suðurnesja, nánast á hverjum fundi bæjarstjórnar Reykjanesbæjar síðan að deilan hófst ásamt því að skrifa blaðagreinar um þessa deilu.
Fulltrúar úr bæjarstjórn Reykjanesbæjar hafa átt fundi með nýjum forstjóra Heilbrigðisstofnunar Suðurnesja, bæði formlega og óformlega og lýst sig reiðubúna fyrir hönd sveitarfélagsins, til að koma að þessu máli, þó að það hefði í för með sér fjárútlát fyrir sveitarfélagið.
Stjórn SSS hefur átt fundi með heilbrigðisráðherra vegna þessarar stöðu og þrýst á lausn.
Þetta ásamt mörgu öðru hafa menn verið að gera en þeir hafa ekki verið að hringja í fjölmiðla í hvert sinn sem þeir hafa snúið sér við.
Blaðamaður Víkurfrétta fylgist oft með fundum Bæjarstjórnar Reykjanesbæjar en ekki hefur birst á prenti stafkrókur um þær umræður sem þar hafa farið fram um Heilbrigðisstofnunina.
Þetta upplýsist hér með.
Með kveðju
Guðbrandur Einarsson
bæjarfulltrúi Samfylkingarinnar í Reykjanesbæ
Undirritaður hefur tekið til umræðu, málefni Heilbrigðisstofnunar Suðurnesja, nánast á hverjum fundi bæjarstjórnar Reykjanesbæjar síðan að deilan hófst ásamt því að skrifa blaðagreinar um þessa deilu.
Fulltrúar úr bæjarstjórn Reykjanesbæjar hafa átt fundi með nýjum forstjóra Heilbrigðisstofnunar Suðurnesja, bæði formlega og óformlega og lýst sig reiðubúna fyrir hönd sveitarfélagsins, til að koma að þessu máli, þó að það hefði í för með sér fjárútlát fyrir sveitarfélagið.
Stjórn SSS hefur átt fundi með heilbrigðisráðherra vegna þessarar stöðu og þrýst á lausn.
Þetta ásamt mörgu öðru hafa menn verið að gera en þeir hafa ekki verið að hringja í fjölmiðla í hvert sinn sem þeir hafa snúið sér við.
Blaðamaður Víkurfrétta fylgist oft með fundum Bæjarstjórnar Reykjanesbæjar en ekki hefur birst á prenti stafkrókur um þær umræður sem þar hafa farið fram um Heilbrigðisstofnunina.
Þetta upplýsist hér með.
Með kveðju
Guðbrandur Einarsson
bæjarfulltrúi Samfylkingarinnar í Reykjanesbæ