Kallinn á kassanum: Hægt að halda böll í stóra flugskýlinu
KALLINN vill byrja á að óska Keflavíkurstúlkum til hamingju með deildarmeistaratitilinn. Glæsilegur árangur hjá stelpunum!
KALLINN ER MJÖG reiður vegna tillagna um flutning raforku á raflínum landsins. Hvað í fjandanum réttlætir það að Suðurnesjamenn þurfi hugsanlega að greiða 25-30% hærra orkuverð vegna þessara breytinga? Af hverju í ósköpunum ættu Suðurnesjamenn að þurfa að gjalda þess að raforkuverð er hærra út á landi? Júlíus Jónsson forstjóri Hitaveitu Suðurnesja hefur staðið eins og klettur í þessu máli og hefur hann ekki verið spar á að mótmæla þessum tillögum 19 manna nefndarinnar svokölluðu. Kallinn styður Júlíus svo sannarlega í þessari baráttu og það skal aldrei liðið að þessi tillaga verði að lögum. Suðurnesjamenn vilja halda orkuverðinu eins og það er og njóta góðrar þjónustu Hitaveitu Suðurnesja.
ÞAÐ ER AÐ GERAST það sem Kallinn hefur lengi spáð - herinn er hreinlega að fara. Kafbátaleitardeildin er að pakka saman og stóra flugskýlið upp á velli verður óþarft. Þar verður fljótlega hægt að halda böll!
KALLINN SPÁIR því að Varnarliðið fari innan tveggja ára - það hreinlega fer eina nóttina. Hvað ætti svo sem að stoppa Rumsfeld og Haukana í Washington að færa herliðið sem hér er nær miðausturlöndum - til alvöru átakasvæða? Heldur fólk að Rumsfeld hugsi um atvinnu á Suðurnesjum? Að sjálfsögðu ekki!
KALLINN ER AÐ sjálfsögðu mótfallinn því að herinn fari - en ekki verður litið framhjá staðreyndum. Það verður einhver vinna að fara af stað til að það hreinlega fari ekki allt í kalda kol hér á Suðurnesjum. Það þarf meira en Stálpípuverksmiðju á svæðið - en hvað er annars að frétta af því ágæta verkefni?
SYKURVERKSMIÐJA gæti hugsanlega risið hér samkvæmt grein sem Gunnar Örlygsson þingmaður skrifaði á vef Víkurfrétta. Nú þarf að skoða alla hluti og réttast væri að sett yrði af stað vinnuhópur á svæðinu sem hefði það hlutverk að taka á móti hugmyndum að atvinnuuppbyggingu frá fólkinu á svæðinu.
EN KALLINN óskar eftir fréttum frá Varnarliðinu og biður Friðþór Eydal upplýsingafulltrúa sérstaklega um að skýra frá málum eins og þau eru á hans borði. Nú þýðir ekki að vera í neinum hermannaleik þar sem allt snýst um trúnaðarmál. Við eigum í stríði!
Kveðja,
[email protected]
KALLINN ER MJÖG reiður vegna tillagna um flutning raforku á raflínum landsins. Hvað í fjandanum réttlætir það að Suðurnesjamenn þurfi hugsanlega að greiða 25-30% hærra orkuverð vegna þessara breytinga? Af hverju í ósköpunum ættu Suðurnesjamenn að þurfa að gjalda þess að raforkuverð er hærra út á landi? Júlíus Jónsson forstjóri Hitaveitu Suðurnesja hefur staðið eins og klettur í þessu máli og hefur hann ekki verið spar á að mótmæla þessum tillögum 19 manna nefndarinnar svokölluðu. Kallinn styður Júlíus svo sannarlega í þessari baráttu og það skal aldrei liðið að þessi tillaga verði að lögum. Suðurnesjamenn vilja halda orkuverðinu eins og það er og njóta góðrar þjónustu Hitaveitu Suðurnesja.
ÞAÐ ER AÐ GERAST það sem Kallinn hefur lengi spáð - herinn er hreinlega að fara. Kafbátaleitardeildin er að pakka saman og stóra flugskýlið upp á velli verður óþarft. Þar verður fljótlega hægt að halda böll!
KALLINN SPÁIR því að Varnarliðið fari innan tveggja ára - það hreinlega fer eina nóttina. Hvað ætti svo sem að stoppa Rumsfeld og Haukana í Washington að færa herliðið sem hér er nær miðausturlöndum - til alvöru átakasvæða? Heldur fólk að Rumsfeld hugsi um atvinnu á Suðurnesjum? Að sjálfsögðu ekki!
KALLINN ER AÐ sjálfsögðu mótfallinn því að herinn fari - en ekki verður litið framhjá staðreyndum. Það verður einhver vinna að fara af stað til að það hreinlega fari ekki allt í kalda kol hér á Suðurnesjum. Það þarf meira en Stálpípuverksmiðju á svæðið - en hvað er annars að frétta af því ágæta verkefni?
SYKURVERKSMIÐJA gæti hugsanlega risið hér samkvæmt grein sem Gunnar Örlygsson þingmaður skrifaði á vef Víkurfrétta. Nú þarf að skoða alla hluti og réttast væri að sett yrði af stað vinnuhópur á svæðinu sem hefði það hlutverk að taka á móti hugmyndum að atvinnuuppbyggingu frá fólkinu á svæðinu.
EN KALLINN óskar eftir fréttum frá Varnarliðinu og biður Friðþór Eydal upplýsingafulltrúa sérstaklega um að skýra frá málum eins og þau eru á hans borði. Nú þýðir ekki að vera í neinum hermannaleik þar sem allt snýst um trúnaðarmál. Við eigum í stríði!
Kveðja,
[email protected]