Kallinn á kassanum
MIKIÐ HEFÐI nú verið gaman ef Framsóknarmenn hefðu valið Helgu Sigrúnu í fjórða sætið á lista flokksins fyrir næstu kosningar - þeir gerðu nefnilega mistök með því að setja Vestmannaeyjinginn í sætið. Ef Helga hefði fengið fjórða sætið þá er líklegt að Suðurnesjamenn hefðu fylkt sér um að kjósa Framsókn til að ná henni inn. Flokkurinn fékk þrjá þingmenn í Suðurkjördæmi í síðustu Gallup könnunn og Helga hefði setið í baráttusætinu. En sá draumur er víst úti að fá annan Suðurnesjaframsóknarmann á alþingi.
KALLINN fékk gott bréf um daginn þar sem bent var á að Fjölskyldu- og félagsmálaráð hafi lagt það til við Bæjarstjórn að lagt yrði á 2000 króna gjald fyrir hverja afgreiðslu á viðbótarláni. Hvað í ósköpunum er að gerast? Hverjir þurfa á þessum lánum að halda? Á að fara að taka 2000 krónur af fólkinu sem þarf á viðbótarlánunum að halda? Er það ekki fólkið sem á minnstu aurana? Þótt 2000 krónur sé lítil upphæð í augum pólitíkusanna sem leggja þetta til, þá er verið að blóðmjólka þetta fólk í bankakerfinu með allskyns þjónustugjöldum, yfirdráttarvöxtum og hvað þetta allt nú heitir. Og bæjarstjórnin ætti að skammast sín ef hún samþykkir þetta. Skamm - svona gera menn ekki!
SANDGERÐISLISTINN hefur nú tekið Kallinn á orðinu og boðað til borgarafundar um atvinnumál í Sandgerði. Það var tími til kominn! Nú vill Kallinn hvetja alla Sandgerðinga til að mæta og segja sína skoðun á því hvernig tekið hefur verið á málum í Sandgerði. Ætli Kallinn laumi sér ekki inn á fundinn!
ÞAÐ KOM fram í Víkurfréttum og Morgunblaðinu fyrir stuttu að nú er að hefjast þjóðarátak um Nýsköpun. Átakið gengur út á að fólk með hugmyndir fer á námskeið um það hvernig á að skrifa viðskiptaáætlanir og ef vilji og áhugi er fyrir hendi getur orðið til lítið eða stórt fyrirtæki. Á Suðurnesjum búa 16 þúsund manns og án efa er einhver hluti þess hóps með viðskiptahugmynd í kollinum. Ef að þú ert með hugmynd og vilt koma henni í framkvæmd og læra að skrifa viðskiptaáætlun - þá skaltu taka þátt. Skráðu þig á www.nyskopun.is.
HUGSIÐ ykkur - kannski liggja frábærar hugmyndir þarna úti sem kannski aldrei verður neitt úr. Hugsið ykkur ef 10 hugmyndir kæmust til framkvæmda hér á Suðurnesjum vegna þátttöku í þjóðarátakinu - 10 fyrirtæki yrðu sett á laggirnar með 1 til 5 eða fleiri starfsmönnum. Það gerist ef allir sem hafa hugmynd í kollinum taka þátt. Það er sama hvort um er að ræða sjávarútveg, iðnað, tölvutækni, landbúnað, þjónustu eða hvað sem er. Hugmynd er alltaf hugmynd, en til að skoða hvort hún gangi fjárhagslega upp þarf að skrifa viðskiptaáætlun. Skráum okkur - og komum hugmyndum í framkvæmd.
GYLFI JÓN yfirsálfræðingur talar um það í viðtali við Víkurfréttir varðandi fátækt „að fæða og klæða börnin sín vel, gefa þeim kost á að sinna áhugamálum eins og fótbolta eða tónlistarnámi, eða fara með þeim í ferðalög telst í dag sjálfsögð mannréttindi en ekki munaður.“ Hvað meinar hann? Það kostar um 15 þúsund fyrir 6 ára barn að stunda fimleika tvisvar í viku, aðra önnina. Það kostar um 50 þúsund að senda barn í tónlistarskóla og boðið er upp á að greiða þessa upphæð í 2-3 hlutum. Af hverju er ekki boðið upp á mánaðarlegar greiðslu, t.d. með gíróseðli - það væri mun auðveldara. Það er nógu dýrt að ætla að leyfa einu barni að stunda eitthvað af því sem í boði er en þegar börnin eru orðin 2 eða 3 hlýtur málið að vandast hjá mörgum. Oftast er þó boðið upp á systkinaafslátt. Það er fullt af fólki sem lifir ágætu lífi og hefur það ekki slæmt en hefur þó ekki efni á áðurnefndum hlutum en hefur það ekki nógu „slæmt“ til að geta leitað til félagsþjónustunnar. Þegar fjármál fjölskyldunnar eru orðin það slæm að leita þarf til félagsþjónustunnar og aðstoð er veitt þá efast ég um að efst í huga foreldra sé að koma börnunum í tónlistarnám eða aðrar tómstundir, það hlýtur að vera forgangsatriði að geta fætt og klætt fjölskylduna og staðið undir mánaðarlegum greiðslum.
Kveðja, [email protected]
KALLINN fékk gott bréf um daginn þar sem bent var á að Fjölskyldu- og félagsmálaráð hafi lagt það til við Bæjarstjórn að lagt yrði á 2000 króna gjald fyrir hverja afgreiðslu á viðbótarláni. Hvað í ósköpunum er að gerast? Hverjir þurfa á þessum lánum að halda? Á að fara að taka 2000 krónur af fólkinu sem þarf á viðbótarlánunum að halda? Er það ekki fólkið sem á minnstu aurana? Þótt 2000 krónur sé lítil upphæð í augum pólitíkusanna sem leggja þetta til, þá er verið að blóðmjólka þetta fólk í bankakerfinu með allskyns þjónustugjöldum, yfirdráttarvöxtum og hvað þetta allt nú heitir. Og bæjarstjórnin ætti að skammast sín ef hún samþykkir þetta. Skamm - svona gera menn ekki!
SANDGERÐISLISTINN hefur nú tekið Kallinn á orðinu og boðað til borgarafundar um atvinnumál í Sandgerði. Það var tími til kominn! Nú vill Kallinn hvetja alla Sandgerðinga til að mæta og segja sína skoðun á því hvernig tekið hefur verið á málum í Sandgerði. Ætli Kallinn laumi sér ekki inn á fundinn!
ÞAÐ KOM fram í Víkurfréttum og Morgunblaðinu fyrir stuttu að nú er að hefjast þjóðarátak um Nýsköpun. Átakið gengur út á að fólk með hugmyndir fer á námskeið um það hvernig á að skrifa viðskiptaáætlanir og ef vilji og áhugi er fyrir hendi getur orðið til lítið eða stórt fyrirtæki. Á Suðurnesjum búa 16 þúsund manns og án efa er einhver hluti þess hóps með viðskiptahugmynd í kollinum. Ef að þú ert með hugmynd og vilt koma henni í framkvæmd og læra að skrifa viðskiptaáætlun - þá skaltu taka þátt. Skráðu þig á www.nyskopun.is.
HUGSIÐ ykkur - kannski liggja frábærar hugmyndir þarna úti sem kannski aldrei verður neitt úr. Hugsið ykkur ef 10 hugmyndir kæmust til framkvæmda hér á Suðurnesjum vegna þátttöku í þjóðarátakinu - 10 fyrirtæki yrðu sett á laggirnar með 1 til 5 eða fleiri starfsmönnum. Það gerist ef allir sem hafa hugmynd í kollinum taka þátt. Það er sama hvort um er að ræða sjávarútveg, iðnað, tölvutækni, landbúnað, þjónustu eða hvað sem er. Hugmynd er alltaf hugmynd, en til að skoða hvort hún gangi fjárhagslega upp þarf að skrifa viðskiptaáætlun. Skráum okkur - og komum hugmyndum í framkvæmd.
GYLFI JÓN yfirsálfræðingur talar um það í viðtali við Víkurfréttir varðandi fátækt „að fæða og klæða börnin sín vel, gefa þeim kost á að sinna áhugamálum eins og fótbolta eða tónlistarnámi, eða fara með þeim í ferðalög telst í dag sjálfsögð mannréttindi en ekki munaður.“ Hvað meinar hann? Það kostar um 15 þúsund fyrir 6 ára barn að stunda fimleika tvisvar í viku, aðra önnina. Það kostar um 50 þúsund að senda barn í tónlistarskóla og boðið er upp á að greiða þessa upphæð í 2-3 hlutum. Af hverju er ekki boðið upp á mánaðarlegar greiðslu, t.d. með gíróseðli - það væri mun auðveldara. Það er nógu dýrt að ætla að leyfa einu barni að stunda eitthvað af því sem í boði er en þegar börnin eru orðin 2 eða 3 hlýtur málið að vandast hjá mörgum. Oftast er þó boðið upp á systkinaafslátt. Það er fullt af fólki sem lifir ágætu lífi og hefur það ekki slæmt en hefur þó ekki efni á áðurnefndum hlutum en hefur það ekki nógu „slæmt“ til að geta leitað til félagsþjónustunnar. Þegar fjármál fjölskyldunnar eru orðin það slæm að leita þarf til félagsþjónustunnar og aðstoð er veitt þá efast ég um að efst í huga foreldra sé að koma börnunum í tónlistarnám eða aðrar tómstundir, það hlýtur að vera forgangsatriði að geta fætt og klætt fjölskylduna og staðið undir mánaðarlegum greiðslum.
Kveðja, [email protected]