Karlakór Kef kertatónleikar
Karlakór Kef kertatónleikar

Aðsent

Fimmtudagur 9. janúar 2003 kl. 10:13

Kallinn á kassanum

KALLINN fékk bréf frá Sandgerðingi fyrir stuttu þar sem Kallinn var gagnrýndur fyrir það að gagnrýna bæjarfulltrúa Sandgerðinga. Kallinn tekur mark á allri gagnrýni og fagnar umræðu um málefni Suðurnesja. Skrif Kallsins um málefni Sandgerðis hafa ekki síst verið fallin til þess að vekja upp umræðu um stöðu bæjarfélagsins, stefnu og hvað fólk og atvinnurekendur vilja gera. En það er sama hvað skrifað hefur verið - engin umræða hefur átt sér stað. Kallinn hefur einfaldlega áhyggjur af stöðu mála í Sandgerði og það heyrist lítið af afrekum bæjarstjórnarinnar eða bæjarfulltrúanna. Af hverju er ekki haldinn ráðstefna þar sem fjallað verður um framtíð bæjarfélagsins og leiðir til að ná inn í bæjarfélagið auknum verkefnum á sviði nýsköpunar? Það vill Kallinn sjá - og þá verður hann glaður.

KÖRFUBOLTALIÐ Keflavíkur er á niðurleið. Hvað er að gerast? Af hverju tapar Keflavík alltaf fyrir Njarðvík? Verða þeir alltaf svona hræddir þegar þeir sjá grænt? Þeir eiga náttúrulega að sjá rautt þegar þeir mæta nágrönnum sínum. Kallinn hvetur áhorfendur til að mæta betur á leiki og hvetja sína menn. Farið að spýta í lófana og áfram Keflavík.

LEONCIE er kostuleg. Úr glerhúsi sínu í Sandgerði kastar hún hverjum steininum á fætur öðrum og reynir með fúkyrðum og flaumi að láta svo líta út að allir Íslendingar séu kynþáttahatarar. Af hverju í ósköpunum flyst hún ekki til annars lands fyrst svo slæmt er að búa hér? Hún er líka búin að segja að hún sé heimsfræg annars staðar en á Íslandi. Í raun má segja að Leoncie sé mesti kynþáttahatarinn sjálf því öll hennar gagnrýni gengur út á það hvað „hvíti“ maðurinn er vondur.
Ef þér líður illa hér - flyttu þá! Skoðaðu vefsíðu Leoncie á slóð hennar, viðtal við hana er neðarlega á síðunni: Heimasíða Leoncie
Hér er svo önnur síða þar sem vitnað er í skrif Leoncie: Önnur síða

ROSALEGA eru Suðurnesjamenn heppnir. Það er nýbúið að hækka gjöld vegna læknisþjónustu á landinu, en við Suðurnesjamenn þurfum ekki að hafa áhyggjur af því. Við komumst hvort sem er ekki til læknis. Það er gaman að sjá að heilbrigðisráðherra geti hækkað gjöldin, en ekki komið ástandinu í lag hér í læknamálum.

KALLINUM finnst að jólaljósin hefðu mátt lifa lengur. Af hverju í ósköpunum eru þau ekki látin vera uppi að minnsta kosti út janúar?

AÐ ÖLLUM líkindum verða þingmenn Suðurnesja í hinu nýja Suðurkjördæmi ekki nema tveir, en voru fjórir. Hjálmar Árnason kemst örugglega inn og Árni Ragnar. En fleiri verða þeir að öllum líkindum ekki. Svona fór þá um samstöðu Suðurnesjamanna í pólitíkinni.

HJÓL atvinnulífsins eru nú farin að snúast af fullum krafti eftir langt jólafrí. Loðnan er komin langt á undan áætlun, með tilheyrandi peningalykt en þá lykt á ekki að gagnrýna. Peningalyktin mun á næstu mánuðum yfirgnæfa lyktina af úrbræddum VISA kortum sem straujuð voru fyrir jólin. Peningalykt - Æ lof it!

Kveðja,
[email protected]
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024