Kallinn á kassanum
ÞESSIR heilsugæslulæknar, sem hafa svarið læknaeiðinn eru nú komnir upp á kant við yfirvöld einu sinni enn. Það virðist sem ekkert sé of gott fyrir þá og það eina sem þeir hugsa um eru krónur og aurar. Það getur vel verið að þeir séu ósáttir við það hvernig heilbrigðisráðherra og hin nýja reykvíska framkvæmdastýra halda á málum, en þeir verða líka að hugsa um íbúa Suðurnesja, fólksins sem skapar þeim sína atvinnu. Þeir geta ekki endalaust látið kjarabaráttu sína bitna á fólkinu. Ráðherra og reykvíska framkvæmdastýran ásamt læknunum verða að finna lausn á þessu vandamáli og það strax. Nú skulið þið setjast að samningaborðinu og semja um þessa deilu. Hr. Jón, ef þér tekst ekki að leysa þennan hnút ertu ekki hæfur til starfans - um það eru allir sammála.SJÁVARÚTVEGSRÁÐHERRA hefur loksins gefið út einhvern lista um úthlutanir úr byggðakvótanum. Glæsilegt eða hitt þó heldur, en samt flott kosningatrix hjá Íhaldinu. Öll bæjarfélög vilja byggðakvóta og sjálfsagt á ráðherra eftir að úthluta kvótanum þar sem sýnt þykir að fylgi flokksins sé í lágmarki - er ekki pólitíkin annars þannig. Samkvæmt útreikningum Kallsins eiga hugsanlega eftir að koma í mesta lagi 100-150 tonn í Sandgerði af byggðakvótanum og hvað er það hátt hlutfall af þeim 11.500 þorskígildistonnum sem hafa horfið frá Sandgerði á síðustu 5 árum? Það er svo mikil synd að sjá Sjávarútvegsráðherra Íslands sitja með spekingssvip og dásama kerfi sem er að ganga að litlum útgerðum og sjávarútvegsþorpum dauðum. Hvað ætli faðir hans, sá mæti maður Matthías Á. Matthiesen hugsi þegar hann kemur til Sandgerðis og sér ástandið þar? Árni veit það best sjálfur. Hann ætti kannski að snúa sér aftur að dýralækningum - þar er hann sjálfsagt á heimavelli. Í pólitík á hann ekki heima!
ENGIN SVÖR bárust frá fulltrúum minnihlutans varðandi hugmyndirnar um aukna verðmætasköpun í sjávarútvegi. Það sýnir það að enginn áhugi þessara manna er á því að auka þessi verðmæti. Ágætu kjósendur - þetta skulum við muna. Þið, fulltrúar minnihlutans í bæjar- og sveitarstjórnum hefðuð nú getað sent Kallinum smá skeyti varðandi þessar hugmyndir. En fyrst þið kjósið að gera þetta svona, þá getið þið verið vissir um það að Kallinn mun rifja þetta upp fyrir næstu kosningar, þegar þið hlaupið um allt kjassandi, kyssandi og takandi í hendina á öllum. En núna er ykkur alveg sama. Pólitíkin er skrýtin tík, en þetta verður rifjað upp.
KALLINN Á KASSANUM óskar eftir því að Steinþór Jónsson hótelstjóri og frumkvöðull verði klónaður. Ósk Kallsins er sú að hinn nýji Steinþór muni með elju sinni og krafti blása lífi í sjávarútveginn hér á Suðurnesjum, bæði með hugmyndavinnu varðandi vinnsluaðferðir og að sameina kraftana sem hér eru til að vinna saman að því að halda kvótanum í byggðarlaginu. Steinþór er engum líkur - við þurfum bara fleiri.
ÞAÐ ER BARA hreint ótrúlegt hverju maðurinn áorkar. Fyrir utan það að ganga vel í viðskiptum þá er hann gjörsamlega óstöðvandi í margskonar verkefnum. Hann reynir með öllum ráðum að rífa upp jólaverslun í Reykjanesbæ og það hefur gengið mjög vel. Hann, ásamt félögum sínum í áhugahóp um breikkun Reykjanesbrautar hefur barist mjög hatrammlega fyrir breikkun brautarinnar og á dögunum var skrifað undir samning þess efnis. Í ferðamálum er hann að vinna stóra sigra og á dögunum var tilkynnt um að Kanadískt flugfélag væri í þann mund að hefja flug til Íslands. Það er greinilegt að Steinþór er skipulagður maður sem kemur hlutunum í verk. Kannski hefur hann tekið mikil spekingsorð sér til fyrirmyndar sem mætur maður mælti eitt sinn: „Ekki hugsa of mikið um hvað hvert verkefni tekur langan tíma - tíminn líður hvort sem er!“
SJÁLFSAGT hefur Reykjanesbær aldrei fengið jafn stóra auglýsingu heldur en í Spaugstofunni um daginn en þar var gert grín að átaki sem á að hvetja til jólaverslunar í bænum. Þetta var frábær auglýsing og við getum verið stolt. Annars hefur Kallinn fundið fyrir miklum áhuga frá fólki sem vill fá að sofa heima hjá Árna bæjarstjóra fyrir 500 kall.
GÆTI ÞAÐ verið að gerast að Sjálfstæðisflokkurinn í Suðurkjördæmi muni breyta röð jólasveinanna. Við getum búist við hverju sem er af þeim og ekki kæmi á óvart að þeir myndu taka sig til og breyta röð þeirra og jafnvel taka út einn, þrátt fyrir vilja fólksins. Kallinum skylst að Böðvar Jónsson sé kominn í stað Bjúgnakrækis. Við þekkjum vinnubrögð þeirra og kæru íbúar, látum okkur ekki bregða þó Stúfur hafi komið í nótt til að gefa í skóinn.
MUNIÐ AÐ senda Kallinum póst á [email protected]
Lifið heil,
Kallinn
ENGIN SVÖR bárust frá fulltrúum minnihlutans varðandi hugmyndirnar um aukna verðmætasköpun í sjávarútvegi. Það sýnir það að enginn áhugi þessara manna er á því að auka þessi verðmæti. Ágætu kjósendur - þetta skulum við muna. Þið, fulltrúar minnihlutans í bæjar- og sveitarstjórnum hefðuð nú getað sent Kallinum smá skeyti varðandi þessar hugmyndir. En fyrst þið kjósið að gera þetta svona, þá getið þið verið vissir um það að Kallinn mun rifja þetta upp fyrir næstu kosningar, þegar þið hlaupið um allt kjassandi, kyssandi og takandi í hendina á öllum. En núna er ykkur alveg sama. Pólitíkin er skrýtin tík, en þetta verður rifjað upp.
KALLINN Á KASSANUM óskar eftir því að Steinþór Jónsson hótelstjóri og frumkvöðull verði klónaður. Ósk Kallsins er sú að hinn nýji Steinþór muni með elju sinni og krafti blása lífi í sjávarútveginn hér á Suðurnesjum, bæði með hugmyndavinnu varðandi vinnsluaðferðir og að sameina kraftana sem hér eru til að vinna saman að því að halda kvótanum í byggðarlaginu. Steinþór er engum líkur - við þurfum bara fleiri.
ÞAÐ ER BARA hreint ótrúlegt hverju maðurinn áorkar. Fyrir utan það að ganga vel í viðskiptum þá er hann gjörsamlega óstöðvandi í margskonar verkefnum. Hann reynir með öllum ráðum að rífa upp jólaverslun í Reykjanesbæ og það hefur gengið mjög vel. Hann, ásamt félögum sínum í áhugahóp um breikkun Reykjanesbrautar hefur barist mjög hatrammlega fyrir breikkun brautarinnar og á dögunum var skrifað undir samning þess efnis. Í ferðamálum er hann að vinna stóra sigra og á dögunum var tilkynnt um að Kanadískt flugfélag væri í þann mund að hefja flug til Íslands. Það er greinilegt að Steinþór er skipulagður maður sem kemur hlutunum í verk. Kannski hefur hann tekið mikil spekingsorð sér til fyrirmyndar sem mætur maður mælti eitt sinn: „Ekki hugsa of mikið um hvað hvert verkefni tekur langan tíma - tíminn líður hvort sem er!“
SJÁLFSAGT hefur Reykjanesbær aldrei fengið jafn stóra auglýsingu heldur en í Spaugstofunni um daginn en þar var gert grín að átaki sem á að hvetja til jólaverslunar í bænum. Þetta var frábær auglýsing og við getum verið stolt. Annars hefur Kallinn fundið fyrir miklum áhuga frá fólki sem vill fá að sofa heima hjá Árna bæjarstjóra fyrir 500 kall.
GÆTI ÞAÐ verið að gerast að Sjálfstæðisflokkurinn í Suðurkjördæmi muni breyta röð jólasveinanna. Við getum búist við hverju sem er af þeim og ekki kæmi á óvart að þeir myndu taka sig til og breyta röð þeirra og jafnvel taka út einn, þrátt fyrir vilja fólksins. Kallinum skylst að Böðvar Jónsson sé kominn í stað Bjúgnakrækis. Við þekkjum vinnubrögð þeirra og kæru íbúar, látum okkur ekki bregða þó Stúfur hafi komið í nótt til að gefa í skóinn.
MUNIÐ AÐ senda Kallinum póst á [email protected]
Lifið heil,
Kallinn