Kallinn á kassanum
NÚ ER KALLINN á kassanum glaður. Borgarafundur hefur verið haldinn og ber að þakka Hjálmari Árnasyni fyrir að hafa tekið áskoruninni frá Kallinum. Hjálmar minntist á það í ræðu sinni á fundinum að hann vonaði að Kallinn á kassanum væri á fundinum og að hann yrði ánægður með hann. Svo sannarlega er hann ánægður með fundinn og svo virðist sem læknadeilan sé komin á nýtt stig. Það er allavega byrjunin.HELGA Valdimarsdóttir er hinsvegar hetja Suðurnesjamanna í þessari deilu. Hún er sjúklingur og öryrki og af staðfestu kom hún sér um tíma fyrir á biðstofu heilsugæslunnar þar sem hún krafðist lausnar á deilunni. Hún er svo sannarlega hetja og hana ber að virða fyrir sinn þátt í að vekja athygli á deilunni. Það er til skammar að hún hafi ekki fengið að flytja ávarp á borgarafundinum. Hún hefur lýst því yfir að hún hafi beðið Hjálmar um leyfi til að ávarpa fundinn, en ekki fengið. Var þetta ekki borgarafundur? Hvernig í ósköpunum getur hann neitað henni, borgaranum, um að tala? Við hverskonar lýðræði búum við? Fundarstjórinn (þessi ungi brosandi) sagði í yfirlýsingu að hún hefði átt þess kost að rétta upp hendi. Jafnframt lýsti hann því yfir að þeir sem sátu fremst hafi haft meiri möguleika en aðrir til að tala. Bull og vitleysa. Í fyrsta lagi bað Helga um orðið í upphafi fundar - það er kurteisi. Henni var neitað - það er hroki! Í öðru lagi reyndi hún að rétta upp hendi - en sást ekki. Og í þriðja lagi voru möguleikar hennar minni af því hún sat aftarlega - góð rök það! Borgarafundur er fyrir borgarana. Það liggur í augum uppi að rödd sjúklinganna hefði átt að heyrast á fundinum - þeir eru jú þolendur þessarar deilu, ásamt íbúum Suðurnesja.
KJÖRNEFND Sjálfstæðisflokksins í Suðurkjördæmi er vandasamt verk fyrir höndum. Nú er nefndin að vinna að uppstillingu fyrir listann í kjördæminu fyrir næstu kosningar. Háværar raddir eru uppi um að hið 5000 manna samfélag Vestmannaeyinga vilji sjá Guðjón Hjörleifsson í fyrsta sæti listans, eftir að fulltrúi þeirra var dæmdur í tugthús. Einnig eru uppi sögur um það að Vilhjálmur Egilsson sé inn í myndinni sem þingmaður kjördæmisins. Það er alveg ljóst að Suðurnesjamenn sætta sig ekki við neitt annað en að Suðurnesjamaður sitji í fyrsta sæti listans. 40% kjósenda kjördæmisins búa á Suðurnesjum og það er einfaldlega rökrétt, í lýðræðislegu tilliti að efsti maður listans komi af Suðurnesjum. Það er líka krafa og það verður einfaldlega allt vitlaust á Suðurnesjum ef svo verður ekki.
KALLINN á kassanum hefur heyrt því fleygt að hart hafi verið sótt að Árna Sigfússyni bæjarstjóra um að gefa kost á sér á lista Sjálfstæðismanna í Suðurkjördæmi. Í guðanna bænum Árni, ekki einu sinni hugsa um það. Þú ert góður bæjarstjóri og þér er treyst til góðra verka á þeim vettvangi. En að fjórum árum liðnum viljum við sjá þig rúlla inn á þing, sem þingmaður og ráðherraefni Suðurnesjamanna. Þar treystum við þér til góðra verka.
ÍBÚAR Suðurnesja eru hvattir til að senda Kallinum á kassanum skeyti um áhugaverð málefni sem Kallinn getur tekið fyrir í pistlum sínum. Engu og engum verður hlíft, munið þið það. Sendið Kallinum línu á netfangið [email protected] eða sendið bréf merkt: Kallinn á kassanum, Víkurfréttir, Grundarvegi 23, 260 Reykjanesbær.
Kveðja,
Kallinn
KJÖRNEFND Sjálfstæðisflokksins í Suðurkjördæmi er vandasamt verk fyrir höndum. Nú er nefndin að vinna að uppstillingu fyrir listann í kjördæminu fyrir næstu kosningar. Háværar raddir eru uppi um að hið 5000 manna samfélag Vestmannaeyinga vilji sjá Guðjón Hjörleifsson í fyrsta sæti listans, eftir að fulltrúi þeirra var dæmdur í tugthús. Einnig eru uppi sögur um það að Vilhjálmur Egilsson sé inn í myndinni sem þingmaður kjördæmisins. Það er alveg ljóst að Suðurnesjamenn sætta sig ekki við neitt annað en að Suðurnesjamaður sitji í fyrsta sæti listans. 40% kjósenda kjördæmisins búa á Suðurnesjum og það er einfaldlega rökrétt, í lýðræðislegu tilliti að efsti maður listans komi af Suðurnesjum. Það er líka krafa og það verður einfaldlega allt vitlaust á Suðurnesjum ef svo verður ekki.
KALLINN á kassanum hefur heyrt því fleygt að hart hafi verið sótt að Árna Sigfússyni bæjarstjóra um að gefa kost á sér á lista Sjálfstæðismanna í Suðurkjördæmi. Í guðanna bænum Árni, ekki einu sinni hugsa um það. Þú ert góður bæjarstjóri og þér er treyst til góðra verka á þeim vettvangi. En að fjórum árum liðnum viljum við sjá þig rúlla inn á þing, sem þingmaður og ráðherraefni Suðurnesjamanna. Þar treystum við þér til góðra verka.
ÍBÚAR Suðurnesja eru hvattir til að senda Kallinum á kassanum skeyti um áhugaverð málefni sem Kallinn getur tekið fyrir í pistlum sínum. Engu og engum verður hlíft, munið þið það. Sendið Kallinum línu á netfangið [email protected] eða sendið bréf merkt: Kallinn á kassanum, Víkurfréttir, Grundarvegi 23, 260 Reykjanesbær.
Kveðja,
Kallinn