Kaffihúsaspjall og pönnukökur
FAAS, Félag áhugafólks og aðstandenda Alzheimerssjúklinga og annarra með skylda sjúkdóma, mun að nýju hefja haust og vetrarstarfið á Suðurnesjum með fyrsta fundinum í Selinu Vallarbraut 4 (Njarðvík) Reykjanesbæ, nk. þriðjudaginn 8. október kl. 16.30
Tenglahópur FAAS hér á Suðurnesjum byrjuðu sl. vetur með fræðslufundi ásamt gagnlegum upplýsingum fyrir alla áhugasama um heilabilun og nefndum fundina „Kaffihúsaspjall og pönnukökur“. Þetta tókst með miklum ágætum og ætlum við fullar bjartsýni að halda áfram með slíkt fyrirkomulag í vetur.
Við áætlum 2-3 fræðslufundi yfir veturinn, sem allir verða auglýstir þegar nær dregur, allir verða þeir haldnir á sama stað og sama tíma dagsins.
Við í tenglahóp FAAS á Suðurnesjum teljum að þörfin fyrir almenna fræðslu um málefni Alzheimerssjúklinga og annarra með skylda sjúkdóma sé til staðar og það sýndi mæting á fundina s.l. vetur. Við vitum að allir /flestir vilja búa heima svo lengi sem unnt er, en til þess þarf oftast aðstoð fjölskyldu og / eða heilbrigðiskerfisins.
Við biðjum alla áhugasama að fylgjast með auglýsingum frá okkur og hvetjum til góðrar mætingar, þannig er meiri möguleiki á að halda fræðslunni á heimaslóðum. Við erum einnig með í gangi netpóstlista þar sem við minnum á fundina og erum nú þegar með talsverðan hóp sem fær sendan póst um fundina. Ef fólk óskar eftir að bætast á listann og / eða viljið koma ábendingum til okkar, þá vinsamlega látið okkur vita, sjá netföng hér neðar.
Kaffihúsa fundirnir hafa hingað til verið án aðgangseyris, en kostnaður fylgir öllu og eru frjáls framlög vel þegin á fundunum svo hafa megi upp í kostnað s.s. auglýsingar, kaffimeðlæti og fl. Við þökkum þeim sem veitt hafa FAAS félaginu stuðning fram að þessu, en betur má ef duga skal.
Kær kveðja
FAAS tengiliðir á Suðurnesjum
Aðalheiður Valgeirsdóttir, [email protected]
Ingibjörg Magnúsdóttir, [email protected]
Helen Antonsdóttir, [email protected]
Eygló Antonsdóttir, [email protected]
Margrét Söring Jónsdóttir, [email protected]
Sigríður Þórólfsdóttir, [email protected]