Kæru sjálfstæðismenn í Suðurkjördæmi
Prófkjör Sjálfstæðisflokksins í Suðurkjördæmi um síðustu helgi var vel sótt og ljóst að flokksmenn svara kalli um að mæta á kjörstað til að velja fólk í framboð. Úrslitin eru þó viss vonbrigði fyrir marga og þá sérstaklega Suðurnesjamenn þar sem enginn náði öruggu sæti á listanum. Með þeirri samstöðu sem sést frá öðrum svæðum kjördæmisins er ljóst að við hefðum auðveldlega getað náð frambjóðenda í öruggt sæti. Ég vil gleðja mína stuðningsmenn með því að ég tek úrslitunum með miklu jafnaðargeði og lít björtum augum fram á veginn. Ég fékk kosningu á þriðja þúsund manna og um 1000 sjálfstæðismenn kusu mig í 2. sætið. Fyrir þennan mikla stuðning vil ég þakka af einlægni. Vilji sjálfstæðismanna í kjördæminu er auðvitað það sem ræður og virði ég hann.
Jafnframt óska ég þeim sem náðu kjöri í takt við sínar væntingar til hamingju með úrslitin. Að lokum vil ég svo þakka stuðningsmönnum mínum og fjölskyldu fyrir frábært starf í prófkjörinu.
Með góðum kveðjum
Kristján Pálsson
Jafnframt óska ég þeim sem náðu kjöri í takt við sínar væntingar til hamingju með úrslitin. Að lokum vil ég svo þakka stuðningsmönnum mínum og fjölskyldu fyrir frábært starf í prófkjörinu.
Með góðum kveðjum
Kristján Pálsson