Karlakór Kef kertatónleikar
Karlakór Kef kertatónleikar

Aðsent

Miðvikudagur 25. febrúar 2004 kl. 14:42

Kæru dagmæður!

Ég vil leiðrétta hér mikinn misskilning varðandi grein mína sem kom á vef Víkurfrétta þann 13. febrúar. Mér til mikillar undrunar tóku dagmæður þetta sem árás á sig og ásökun um fégræðgi. Greinin snerist alls ekki út á laun dagmæðra sem slík. Heldur um dagvistunargjöld almennt og hvað Reykjanesbær er ekki að standa sig í stykkinu gagnvart einstæðum foreldrum og skólafólki.

 

Ég hef aldrei vanmetið starf dagmæðra og tel þær eina af mikilvægustu stoðum í samfélaginu, hver ætti annars að passa börnin? Sjálf hef ég þurft að nýta mér þjónustu þeirra fyrir bæði börnin mín.

Og þess má einnig geta að ég geri mér fyllilega grein fyrir því að sú upphæð sem dagmóðir fær fyrir vistun barns fer engan veginn óskert í vasa hennar. Heldur þarf hún að greiða hin og þessi gjöld, bæði sem sjálfstæður atvinnurekandi og aukakostnað sem fer í börnin sjálf. Þannig að þessi upphæð fer töluvert skert í “launaumslag” dagmóðurinnar. Mér hefur aldrei fundist dagmæður taka mikið fyrir sína vinnu, enda er þetta erfitt og ábyrgðarfullt starf.

 

Talan sem ég nota í mína grein, 54.000 kr., er fengin hjá minni eigin dagmóður. Ástæðan fyrir því hversu há hún er er vegna þess að ég er ekki bara með pláss frá kl. 8-16, eða “8 lögbundna dagvinnutíma”. Heldur er ég með pláss frá kl. 7:45-17:15, þ.e. 9,5 tíma. Þarf varla að taka fram að hér eru þá 1,5 tími á dag í yfirvinnu og eitthvað telur það til að hækka þessa tölu, skiljanlega. Svona er mín staða þar sem ég vinn frá 8:00-17:00 og ég vildi sýna hvernig staðan er hjá mér og mínum líkum.

Talan er fengin þannig, gjald sem ég á að greiða til dagmóðurinnar fyrir vistun í 9,5 tíma á dag er 43.000 kr. svo fær dagmamman 11.000 kr. þar á móti frá bæjarfélaginu og þar er komin sú heildarupphæð sem dagmamman fær fyrir barnið mitt, eða 54.000 kr.. Og til að geta reiknað út hvernig mín staða væri í öðrum bæjarfélögum með börnin mín í 9,5 tíma vistun taldi ég best að taka þessa heildarupphæð og nota hana alls staðar. Og sú upphæð sem kemur fram í töflunni er þessi heildarupphæð dagmömmunnar mínus niðurgreiðslur þess bæjarfélags sem við á. Þannig að munurinn á dagmömmugjöldunum í töflunni er eingöngu munur á niðurgreiðslum bæjarfélaganna. Það kemur “launum” dagmömmunar lítið sem ekkert við.

 

Taflan hefði kannski betur litið svona út. Þá er kannski meiri líkur á að réttu aðilarnir myndu taka eftir því sem ég vildi. Takið eftir gulu tölunum, það eru þær sem sýna þennan mismun á dagmömmu”kostnaði” foreldra þar sem það er niðurgreiðslan frá bæjarfélaginu.

 

Galdflokkur I

Hjón/par í sambúð

 

Dagmömmugjald að frádregnum

Gjaldflokkur II

Skólafólk og einstæðir foreldrar

 

niðurgreiðslum frá bæjarfélagi

 

 

 

 

 

 

 

Upplýsingar fengnar af heimasíðum bæjarfélaganna

 

Dagmömmugjald miðað við

54.000

 

 

 

 

 

 

 

Reykjanesbær

Gjaldflokkur I

Gjaldflokkur II

 

 

 

 

Leikskóli

31.063

25.213

 

 

 

 

Heildargjald. dm

54.000

54.000

 

 

 

 

Niðurgreiðsla til dm

11.000

11.000

 

AHT! Sama upphæð í báðum gjaldflokkum

Dagmóðir

43.000

43.000

 

 

 

 

Samtals

74.063

68.213

 

Upphæðin sem ég greiði

 

 

 

 

 

 

 

 

Reykjavík

 

 

 

 

 

 

Leikskóli

32.300

16.500

 

 

 

 

Heildargjald. dm

54.000

54.000

 

 

 

 

Niðurgreiðsla

14.850

27.900

 

 

 

 

Dagmóðir

39.150

26.100

 

 

 

 

Samtals

71.450

42.600

 

25.613

Mismunur

 

 

 

 

 

 

 

 

Hafnarfjörður

 

 

 

 

 

 

Leikskóli

27.710

17.925

 

 

 

 

Heildargjald. dm

54.000

54.000

 

 

 

 

Niðurgreiðsla

25.555

34.675

 

 

 

 

Dagmóðir

28.445

19.325

 

 

 

 

Samtals

56.155

37.250

 

30.963

Mismunur

 

 

 

 

 

 

 

 

Akureyri

 

 

 

 

 

 

Leikskóli

31.380

18.190

 

 

 

 

Heildargjald. dm

54.000

54.000

 

 

 

 

Niðurgreiðsla

11.880

32.400

 

 

 

 

Dagmóðir

42.120

21.600

 

 

 

 

Samtals

73.500

39.790

 

28.423

Mismunur

 

 

 

 

 

 

 

 

Garðabær

 

 

 

 

 

 

Leikskóli

29.600

21.650

 

 

 

 

Heildargjald. dm

54.000

54.000

 

 

 

 

Niðurgreiðsla

11.000

23.100

 

 

 

 

Dagmóðir

43.000

30.900

 

 

 

 

Samtals

72.600

52.550

 

15.663

Mismunur

 

 

 

Að lokum vil ég þakka dagmömmum fyrir þeirra mikilvæga starf og vona að þær uni sáttar við sitt. Mér þykir leitt að þessi grein mín sem átti að beinast að allt annarri átt hafi ollið svo miklu fjaðrafoki í ykkar starfsstétt eins og hún hefur greinilega gert.

 

Með kveðju,

Sjálfstæð móðir í Reykjanesbæ.

 

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024