Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Aðsent

Kæri íbúi, taktu þátt og hafðu áhrif!
Föstudagur 20. september 2024 kl. 06:21

Kæri íbúi, taktu þátt og hafðu áhrif!

Ertu stanslaust á ferðinni til að sækja þér nauðsynlega þjónustu? Hvernig er aðgengi og hvert er framboð þjónustu í þínu nærumhverfi?

Byggðastofnun hvetur íbúa landsins til að taka þátt í þjónustukönnun þar sem spurt er um þjónustusókn íbúa í landsbyggðunum og viðhorf til breytinga á þjónustu. Þó að sund og baðstöðum fjölgi víðsvegar á landinu þá búa margir íbúar úti á landi við þær aðstæður að þurfa að ferðast um langan veg til að komast til læknis, fara á pósthús eða með bílinn í bifreiðaskoðun svo fátt eitt sé nefnt. Er einhver þjónusta sem íbúar óttast að missa úr sinni heimabyggð?

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Tilgangur þjónustukönnunarinnar er að skilgreina þjónustusvæði, greina hvort þjónustustig sé sambærilegt og fá mynd af viðhorfum íbúa mismunandi svæða til breytinga á þjónustu. „Sérstaklega er mikilvægt að fá svörun úr dreifðum byggðum landsins svo unnt verði að fá sem réttasta mynd af þjónustusókn íbúanna. Þar skiptir hvert svar gríðarlega miklu máli,“ segir Hanna Dóra Björnsdóttir, sérfræðingur á þróunarsviði hjá Byggðastofnun. Gögnin munu meðal annars nýtast vel í stefnumótunarvinnu en stefna stjórnvalda er að jafna aðgengi að þjónustu.

Hvaða þjónusta skiptir þig máli í þinni heimabyggð?

Að sögn Hönnu Dóru getur það haft mikil áhrif á byggðarlög og lífsgæði íbúa hvernig fyrirkomulagi þjónustu er háttað. Hvort heldur sem þjónustan er lögskyld þjónusta á forræði hins opinbera, eins og heilsugæsla og félags- og skólaþjónusta sveitarfélaga, eða ýmiskonar þjónusta veitt af einstaklingum og fyrirtækjum. Það hefur mikil áhrif á búsetugæði hvort nauðsynleg þjónusta er aðgengileg í nærumhverfi eða krefjist þess að íbúar ferðist um langan veg til að sækja hana. Fækkun fæðingarstaða á landsbyggðinni er til að mynda eitt dæmi um þjónustu sem enn kemur reglulega til umræðu.

Kæri íbúi, taktu þátt og hafðu áhrif!

Það er mikilvægt að íbúar úr öllum byggðum landsins gefi sér tíma til að svara. „Með þátttöku leggur fólk sitt af mörkum við að efla og bæta þjónustu byggðarlagsins og samfélagsins þar sem það býr. Okkur vantar fleiri svarendur úr Suðurnesjabæ og Vogum en lágmarksþátttaka hefur náðst í Reykjanesbæ. Ég vil líka sérstaklega hvetja ungt fólk til að svara, íbúa af erlendum uppruna sem og að karlmenn gefi sér tíma til að svara. Þetta tekur um það bil tíu mínútur,“ segir Hanna Dóra. Svör fólks og upplýsingarnar sem koma út úr könnuninni skipta verulega miklu máli. Allir íbúar utan höfuðborgarsvæðisins geta svarað könnuninni, það er allir íbúar á starfssvæði Byggðastofnunar. Hægt er að svara á íslensku, ensku og pólsku. Maskína sér um gagnaöflun og framkvæmd könnunarinnar. Þú finnur könnunina hér: www.maskina.is/byggdastofnun og allar nánari upplýsingar eru á vefsíðu Byggðastofnunar.