Bláa Lónið - 01apíl.
Bláa Lónið - 01apíl.

Aðsent

Kærar þakkir
Fimmtudagur 21. júní 2007 kl. 14:00

Kærar þakkir

Við foreldrar Lilju Lífar viljum þakka öllum kærlega fyrir allan þann hug, styrk og hlý orð til okkar fjölskyldunnar sem okkur var sýnt í erfiðum veikindum Lilju vegna hjartaðgerðar sem gerð var á henni í Boston í Bandaríkjunum nú í nýliðnum maí.
Slíkt ferðalag, ef ferðalag á að kalla, hefur miklar tilfinningar og kostnað auk annarra mála sem upp kunna að koma í svona veikindum, bæði þann tíma sem erlendis var verið sem og hér heima. Ykkar stuðningur, sama hvernig að honum var komið, verður seint metinn.
Þá viljum við sérstaklega þakka starfsmönnum Brunavarna Suðurnesja (samstarfsmönnum Ara) fyrir það vaska framtak er þeir gengu frá slökkvistöðinni í Hafnarfirði til slökkvistöðvarinnar í Keflavík. Öllum öðrum, s.s. vinum, kunningjum, fyrirtækjum og einstaklingum sem að einhverju leyti komu að okkur viljum við þakka kærlega fyrir okkur.
Nú þegar hjartaaðgerðin, sem tókst mjög vel, er frá munum við einbeita okkur enn frekar að dóttur okkar í þjálfunum vegna Downs-heilkennisins, auk þess sem hún verður til eftirlits hjá barnahjartasérfræðingi í Reykjavík með reglulegu milllibili.
Ef þið viljið fylgjast með Lilju Líf  og hennar dagsamstri er vert að benda á heimasíðu hennar á www.barnaland.is/barn/50262.

Kveðjur og kærar þakkir,
Ari og Eva Lind.
Public deli
Public deli